
Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Gróttu
Afhending verðlauna fyrir íþróttafólk Gróttu fyrir árið 2020 fór fram með öðru sniði í ár. Við tókum saman myndband þar sem er að finna samantekt
Afhending verðlauna fyrir íþróttafólk Gróttu fyrir árið 2020 fór fram með öðru sniði í ár. Við tókum saman myndband þar sem er að finna samantekt
Afhending verðlauna fyrir íþróttafólk Gróttu fyrir árið 2020 fer fram með öðru sniði í ár. Við höfum tekið saman myndband sem við munum frumsýna fimmtudaginn 14. janúar kl. 17:00 á facebook síðu Gróttu.
Íþróttafélagið Grótta óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn og samfylgdina á árinu sem er að líða.
Íþróttafélagið Grótta í samstarfi við Græna skáta eru með tvo dósagáma við inngang íþróttamiðstöðvar Gróttu. Gróttufólk er hvatt til að koma skilagjaldsskyldum dósum og flöskum
Jólakortsamkeppni Gróttu var haldin í annað skipti nú fyrir jólin. Við efndum til teiknisamkeppni í 4. bekk Mýrarhúsaskóla um að velja teikningu sem myndi príða
Hún Hrafnhildur Thoroddsen kemur á skrifstofuna til okkar hjá Gróttu þrisvar í viku og vinnur að ýmsum tilfallandi verkefnum. Fyrir nokkru fjárfestum við í myndaskanna
Síðan í haust höfum við smíðað áfallaáætlun fyrir íþróttafélagið Gróttu. Viðbragðsáætlun þessi tekur til iðkenda, starfsmanna, þjálfara og annarra sem koma að starfi hjá Íþróttafélaginu Gróttu.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn vegna áhrifa af Covid-19. Markmið styrkjanna er að jafna tækifæri barna sem búa
Hér kemur síðasta myndbandið í röð hugarfarmyndbanda Gróttu sem hófst 19. október síðastliðinn. Jón Halldórsson og Anna Steinsen frá Kvan hafa í síðustu viku fjallað um sjálfstraust, styrkleikana, liðsheild en í þessu myndbandi tekur Anna fyrir hugrekki.
Í þessu myndbandi fjallar Jón um styrkleikana. Það hefur mikil og jákvæð áhrif á einstaklinga þegar þeir ná því að koma auga á styrkleika sína og átta sig á því hvar styrkleikar þeirra nýtast.
Allir íþróttamenn og konur þurfa á góðu sjálfstrausti að halda. Hvernig fáum við sjálfstraust, hvað gerum við þegar sjálfstraustið minnkar og hvernig getum við hjálpað liðfélögum okkar að auka sjálfstraust.
Haustið 2017 var ráðist í að yfirfara stefnumótun sem gerð var 2015 og ný stefnumótin tók í gildi í janúar 2018 og gildir til ársins 2025.
Þessi vinsæli liður heldur áfram – við höfum samið við KVAN um að gera 4 myndbönd til viðbótarfyrir samfélagsmiðla Gróttu. Jón Halldórsson og Anna Steinsen frá Kvan munu fjalla um sjálfstraust, hugrekki, styrkleikana og liðsheild í sínum myndböndum.
Það má með sanni segja að síðustu vikur og mánuðir hafi verið óvenjulegir í starfi Gróttu og auðvitað í heiminum öllum. Íþróttastarf hefur ýmist verið í fullum gangi, í gangi með takmörkunum eða legið alfarið niðri. Nú er það ljóst að allt íþróttastarf mun liggja niðri til 17. nóvember næstkomandi.
Í þessu myndbandi fjallar Anna Lilja um hvað skiptir máli varðandi vellíðan og velgengi? Æfinguna sem Anna Lilja gerir í myndbandinu er tilvalin fyrir foreldra að gera með krökkunum ykkar og ræða með þeim hvað skiptir máli varðandi vellíðan og velgegni.
Þór Sigurðsson, styrktarþjálfari Gróttu, ýtir úr vör heimaæfingamyndböndum í þessari þriðju bylgju Covid. Æfingarnar eru ætlaðar fyrir alla aldurshópa og er tilvalið fyrir foreldra að gera með börnum sínum.
Í þessu myndbandi fjallar Anna Lilja um jákvæða og neikvæða leiðtoga. Við vonumst til að þið foreldrarnir ræðið umfangsefni myndbandsins með krökkunum ykkar.
Yfirlýsing aðalstjórnar Gróttu Aðalstjórn Gróttu harmar þá ákvörðun almannavarna á höfuðborgarsvæðinu að útiloka börn og ungmenni frá því að geta stundað sína íþrótt með lokun
Við fengum Önnu Lilju Björnsdóttir til að deila með iðkendum og foreldrum nokkrum hugleiðingum. Um er að ræða þrjú myndbönd, umfjöllun um leiðtoga, liðsfélaga og lífið sjálft sem hægt er að fylgja eftir með verkefnum úr myndböndunum.
Haustönn hefst 14. september og er fyrsta vikan ókeypis prufuvika. Allir eru velkomnir en við hvetjum áhugasama til að nýta sér prufuvikuna.
Á vormánuðum lögðum við fyrir hina árlegu þjónustukönnun með foreldra iðkenda hjá félaginu. Er þettta þriðja árið sem við leggjum slíka könnun fyrir.
Nú er íþróttastarf hafið að nýju í öllum aldurshópum. Þó með sérstökum formerkjum á það sérstaklega við í boltaíþróttunum tveimur, fótbolta og handbolta.
Hér með tilkynnist að Grótta hefur samið við hugbúnaðarfyrirtækið Sportabler um notkun á samskipta- og skipulagshugbúnaði fyrirtækisins. Samningurinn er til þriggja ára.
Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu var haldin 4. júní síðastliðinn. Á fjórða tug mættu á fundina sem gengu vel fyrir sig.
Grótta ætlar líkt og síðustu ár að hafa sumarnámskeið í ágústmánuði. Öll börn eru hvött til að sækja námskeiðin og kynna sér íþróttirnar sem eru í boði í Gróttu. Engin krafa er gerð um reynslu til að taka þátt á námskeiðunum.
Grænir skátar í samstarfi við Gróttu hafa komið fyrir dósagámi við inngang íþróttamiðstöðvar Gróttu. Einnig verður gámum komið fyrir við knattspyrnuvöllinn okkar.
Innritun á námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra grotta.felog.is
Frá því að Covid faraldurinn hófst hafa starfsmenn og þjálfara Gróttu sem og sjálfboðaliðar sem koma að starfi félagsins tekist á við erfiðar áskoranir sem reynt hafa verulega á þolgæði og útsjónarsemi allra þessara aðila.
Síðastliðinn fimmtudag fór fram fyrsti fundur fagráðs Gróttu. Fagráðið er stofnað í þeim tilgangi að styrkja viðbrögð félagsins við málum sem kunna að koma upp
Íþróttafélagið Grótta leigir út íþróttasali sína til almennings eftir að dagskrá félagsins er lokið á virkum kvöldum og um helgar. Við bjóðum upp á tvo stórglæsilega sali í leigu þar sem hægt er að halda ýmiss konar mannamót svo sem fermingarveislur, ættarmót, brúðkaupsveislur, stórafmæli og margt fleira.
Á aðalfundi Gróttu sem fram fer nk. fimmtudag 4. júní kl. 17:00 í hátiðarsal Gróttu liggja fyrir til samþykktar breytingar á lögum félagsins. Hér meðfylgjandi má finna lögin eins og þau líta út eftir breytingar en þau liggja einnig á skrifstofu félagsins til kynningar.
Nýr 3ja ára samstarfssamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Gróttu undirritaður. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Þröstur Þór Guðmundsson varaformaður Gróttu undirrituðu nýjan samtarfssamning sem lýtur að því markmiði að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 3ja ára samning sem gildir til 31. desember 2022.
Íþróttafélagið Grótta gekk nú í kvöld frá ráðningu Þórs Sigurðssonar í nýtt starf yfirstyrktarþjálfara Gróttu. Þór sem er 42 ára gamall kom til starfa hjá félaginu haustið 2017 og hefur síðan þá þjálfað elstu flokka karla- og kvennamegin í handbolta og fótbolta við afar góðan orðstír.
Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram fimmtudaginn 4. júní 2020.
Mánudaginn 4. maí voru merk tímamót að íþróttastarf barna og unglinga hófst að nýju án takmarkana. Íþróttastarf eldri einstaklinga hefst einnig en með nokkrum takmörkunum.
Fljótlega í kjölfar tölvupóstsins sem ég sendi ykkur í gær kom eftirfarandi tilkynning frá ÍSÍ hér. Það er því ljóst að með þessari tilkynningu girða yfirvöld fyrir allt íþróttastarf í landinu á meðan á samkomubanni stendur. Íþróttafélagið Grótta mun að sjálfsögðu fara eftir þessum fyrirmælum yfirvalda og sýna þar með ábyrgð í verki.
Á undanförnum vikum hafa starfsmenn, þjálfarar og sjálfboðaliðar hjá Gróttu einbeitt sér að því að takast á við þau verkefni sem fylgt hafa þeim aðgerðum sem grípa hefur þurft til vegna kórónuveirufaraldsins. Flest þessara verka hafa lagst ofan á önnur verkefni sem ávallt þarf að sinna óháð því hvert ástandið í samfélaginu er.
Nú rétt í þessu var að ljúka fjölmennum kynningarfundi á verkefninu – Farsæl öldrun. Grótta og félagsstarf eldri bæjarbúa munu taka höndum saman næstu vikurnar
Pétur Theodór Árnason var valinn íþróttamaður Seltjarnarness við hátíðlega athöfn í Félagsheimili Seltjarnarness í gær. Pétur er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi. Hann er 24
Íris Björk Símonardóttir er íþróttakona Seltjarnaness. Íris Björk er fædd árið 1987 og er uppalin með Gróttu, var markmaður liðsins upp í meistaraflokk og varð Íslands-og bikarmeistari með félaginu 2015 og 2016.
Árlega er haldin jólakortasamkeppni um gerð jólakort fyrir félagið þar sem viðfangsefnið er jólin og íþróttafélagið Grótta.
Við höfum ákveðið að velja Teamup fyrir fundabókanir. Breytingin tekur gildi strax. Þeir fundir sem hafa verið bókaðir í gegnum skrifstofuna að undanförnu eru komnir í dagatalið.
Íþróttafélagið Grótta hefur gengið frá ráðningu Gunnlaugs Jónssonar í stöðu íþrótta- og verkefnastjóra á skrifstofu félagsins.
Íþróttafélagið Grótta hefur samið við Sideline Sports um notkun á hugbúnaði fyrirtækisins. Sideline hefur undanfarin ár verið leiðandi á markaði með hugbúnað fyrir íþróttastarf og leikgreiningar.
Það var svo sannarlega margt um manninn í opnunarathöfn á stærri og endurbættri íþróttamiðstöð Seltjarnarness, í gær laugardaginn 14. september.
Aðalstjórn Gróttu hefur ákveðið að fara í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins. Kári Garðarsson sem starfað hefur sem íþróttastjóri Gróttu frá árinu 2015 verður frá og með deginum í dag framkvæmdastjóri félagsins. Kristín Finnbogadóttir sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Gróttu frá árinu 2001 tekur við nýju starfi fjármálastjóra.
Það er mikið líf á Vivaldivellinum þegar blaðamann Nesfrétta ber að garði á fallegu síðdegi í maí. Örugglega um 60 börn og unglingar að æfa á iðagrænu gervigrasinu. Við höfum mælt okkur mót við þjálfara meistaraflokka Gróttu í knattspyrnu, þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason sem þjálfa karlaliðið og Magnús Örn Helgason og Pétur Rögnvaldsson sem þjálfa kvennaliðið.
Á síðasta aðalstjórnarfundi Gróttu sem fram fór í upphafi maímánaðar samþykkti stjórn félagsins endurskoðaðar viðbragðs- og aðgerðaráætlanir gegn áreitni, einelti og ofbeldi.
Það eru mikil gleðitíðindi sem berast úr herbúðum Gróttu nú um þessar mundir en fimleikadeild félagsins flutti loks búnað sinn inn í nýjan og glæsilegan fimleikasal í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að starfsemi deildarinnar hefjist í nýjum sal á mánudag. Nú eru tvö keppnistímabil að baki þar sem beðið hefur verið eftir þessari glæsilegu aðstöðu sem mun vonandi lyfta starfi deildarinnar í nýjar hæðir.
Síðdegis í dag, fimmtudaginn 2. maí fóru fram aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu. Á fjórða tug mættu á fundina sem gengu vel fyrir sig.
Knattspynumaðurinn Dagur Guðjónsson var í gærkvöldi kjörinn íþróttamaður Gróttu fyrir árið 2018.
Fimleikastúlkan Laufey Birna Jóhannsdóttir var í gærkvöldi valin íþróttamaður æskunnar fyrir árið 2018.
Ágúst Ingi Ágústsson eða Ingi húsvörður lét af störfum í íþróttahúsi Gróttu fyrir rétt rúmrí viku síðan. Ingi hóf störf í íþróttahúsinu 2. janúar 1989 og hafði því starfað samfleytt hjá Seltjarnarnesbæ í tæp 29 ár.
Í vikunni hafa vel á þriðja hundrað iðkenda allra þriggja deilda Íþróttafélagsins Gróttu hlýtt á fræðsluerindi Pálmars Ragnarssonar. Í fyrirlestri fyrir íþróttaiðkendur fjallar hann á skemmtilegan hátt um samskipti í íþróttum, hvernig við getum verið góðir liðsfélagar, leiðtogar og náð því besta úr öllum í liðinu.
Þjónustukönnun Íþróttafélagsins Gróttu var gerð dagana 24. maí til 14. júní síðastliðinn. Könnunin var framkvæmd af Capacent fyrir Gróttu.
Fyrir glæsilegan sigurleik meistaraflokks karla í knattspyrnu á Vestra var samningur Gróttu við Errea framlengdur til næstu fjögurra ára. Þetta þýðir að allir iðkendur fimleika-, handknattleiks- og knattspyrnudeildar klæðast áfram búningum frá Errea næstu árin.
Í dag þriðjudaginn 24. apríl er Íþróttafélagið Grótta 51 árs. Það þýðir að fyrir nákvæmlega ári síðan héldum við upp á 50 ára afmælið með glæsilegri afmælishátíð.
Síðastliðinn miðvikudag fóru fram aðalfundir allra deilda og aðalstjórnar Gróttu. Á fundi aðalstjórnar urðu formannsskipti en Elín Smáradóttir sem verið hefur formaður félagsins frá árinu 2015 hætti og við keflinu tók Bragi Björnsson.
Framkvæmdir við byggingu og endurbætur íþróttamiðstöðvar ganga vel eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í dag.
Undanfarnar vikur og mánuði hefur farið fram mikil umræðu í tengslum við #meetoo byltinguna á öllum stigum samfélagsins, nú síðast meðal íþróttakvenna. Íþróttafélagið Grótta tekur umræðuna mjög alvarlega enda er ljóst að alltof víða er pottur brotinn í viðhorfi og hegðun gagnvart konum innan íþróttahreyfingarinnar.
Nú eru að hefjast framkvæmdir við stækkun íþróttamiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar og er það byggingarfyrirtækið Munck Íslandi ehf. sem er framkvæmdaraðili. Á framkvæmdartíma má búast við einhverju raski á þeirri starfssemi sem fram fer í húsinu. Núverandi inngangi inn í íþróttamiðstöðina hefur verið lokað.
Á kjöri íþróttamanns Gróttu sl. fimmtudag voru starfsmerki Gróttu afhent. Merkin fá þeir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir félagið um árabil. Að þessu sinni fengu sex einstaklingar bronsmerki félagsins.
Íþróttamaður æskunnar hjá Gróttu var kjörinn í kvöld og varð fimleikakonan Sóley Guðmundsdóttir fyrir valinu.
Handknattleiksdkonan Lovísa Thompson var í kvöld valin íþróttamaður Gróttu við hátíðlega athöfn.
Frá og með deginum í dag, mánudeginum 25. september mun Gróttubúðin á 2. hæð íþróttahússins sem allflest Gróttufólk þekkir loka. Ákveðið hefur verið að Gróttuföt sem allajafna hafa verið seld hjá Gróttu verði framvegis til sölu í Errea búðinni að Bæjarlind 14-16 í Kópavogi.
Í tilefni af 50 ára afmæli Gróttu var ákveðið að meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta og fótbolta myndu leika í sérstökum afmælisbúningum á afmælisárinu. Búningarnir eru hvítir og bláir en upprunalegir búningar Gróttu voru einmitt með þeim litum.
Í dag, mánudaginn 24. apríl, á íþróttafélagið Grótta 50 ára afmæli og ætlar að halda uppá það í marga daga.
Árið 2008 fór Grótta af stað með stuðningsmannaklúbb undir heitinu Gróttuvitinn. Fjölmargir stuðningsmenn gengu í klúbbinn og styrktu þar með öflugt starf handknattleiks- og knattspyrnudeildar.
Á dögunum færðu nokkrir ungir Gróttumenn félaginu styrk að fjárhæð ein milljón króna. Það var Lífsnautnafélagið Leifur sem færði félaginu þetta fjármagn en hópurinn samanstendur að mestu af drengjum af Seltjarnarnesi sem stunduðu íþróttir í Gróttu á árum áður. Þetta er fjórða árið í röð sem þessi hópur færir Gróttu veglega peningagjöf.
Íþróttafélagið Grótta fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir en félagið var stofnað þann 24. apríl árið 1967. Í tilefni af því munu meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta og knattspyrnu leika í hvítum afmælisbúningum en fyrstu keppnisbúningar Gróttu voru einmitt hvítir.
Á dögunum var undirritaður nýr styrktarsamningur Seltjarnarnesbæjar við Íþróttafélagið Gróttu en hann gildir til loka árs 2019. Með nýjum samningi hækka fjárframlög til Gróttu um rúmar 15 milljónir. Meginmarkmið samningsins er að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi.
Síðastliðið mánudagskvöld hélt Dr. Viðar Halldórsson frææðsluerindi fyrir þjálfara allra deilda hjá Gróttu. Erindið fjallaði um mikilvægi þess að styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. Viðar kynnti um leið verkefnið „Sýnum karakter“ sem er átaksverkefni um þjálfun slíkra þátta.
Kjör Íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 17. febrúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór fram í 24. skiptið en það var
Á kjöri íþróttamanns Gróttu sl. fimmtudagskvöld voru starfsmerki Gróttu afhent. Merkin fá þeir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir félagið um árabil. Að þessu sinni fengu sex einstaklingar bronsmerki félagsins og tveir silfurmerki Gróttu.
Íþróttamaður æskunnar hjá Gróttu var kjörinn í gærkvöldi og var handboltakonan Anna Katrín Stefánsdóttir fyrir valinu.
Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir var í gærkvöldi valin íþróttamaður Gróttu við hátíðlega athöfn. Við sama tilefni var handboltakonan Anna Katrín Stefánsdóttir útnefnd íþróttamaður æskunnar.
Þriðjudagurinn 13. desember 2016 mun verða merkilegur dagur í sögu Gróttu þegar fram líða stundir. Ástæðan er sú að þennan dag skrifuðu fulltrúar Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar undir samkomulag þess efnis að sveitarfélögin munu í sameiningu standa að endurbótum á fimleikaaðstöðu félagsins.
Grótta hefur frá og með 1. september fengið tækifæri til að annast rekstur íþróttamannvirkja sem Seltjarnarnesbær hefur rekið fram til þessa. Reglulega á undanförnum árum hefur Grótta óskað eftir því við Seltjarnarnesbæ að annast rekstur íþróttamannvirkja bæjarins. Það er því gleðistund fyrir Gróttu að bæjaryfirvöld veiti félaginu tæklifæri til rekstrarins.
Bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 26.-28. ágúst og mun Grótta líkt og undanfarin ár taka þátt í dagskránni. Dagskrá bæjarhátíðarinnar má finna vef Seltjarnarnessbæjar, www.seltjarnarnes.is
Fyrir stuttu náði kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir úr Gróttu þeim frábæra árangri að verða heimsmeistari í klassískri bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Potchefstroom í Suður-Afríku.
Nauðsynlegar kökur – þessar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga.
Valkostakökur – þessar kökur gera vefsvæðinu kleift að muna útlit, hegðun og/eða aðrar breytingar eða val sem notandi kýs að framkvæma á vefsvæðinu.