Skip to content

Nýtt hugarfarmynd um hugrekki

Hér kemur síðasta myndbandið í röð hugarfarmyndbanda Gróttu sem hófst 19. október síðastliðinn. Jón Halldórsson og Anna Steinsen frá Kvan hafa í síðustu viku fjallað um sjálfstraust, styrkleikana, liðsheild en í þessu myndbandi tekur Anna fyrir hugrekki.

Hugrekki er einn af þessum þáttum sem að góður íþróttamaður/kona þarf að búa yfir. Hafa hugrekki til þess að segja sína skoðun, hugrekki til þess að þora að skjóta á markið, hugrekki til þess að segja hvernig manni líður og síðast en ekki síst hugrekki til þess að þora gera mistök.

Hér er hægt að finna öll hugarfarmyndbönd Gróttu:  grotta.is/hugarfarmyndbond

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print