Skip to content

Íþróttanámskeið í ágúst

Grótta ætlar líkt og síðustu ár að hafa sumarnámskeið í ágústmánuði.

Handknattleiksdeildin ætlar að bjóða uppá handboltaskóla fyrir yngri kynslóðina eða krakka fædda frá 2009-2014. Skólinn er frá 9-12 með nestispásu en gæsla er í boði frá klukkan 8:00 þar til námskeið hefst og svo aftur frá því námskeiði líkur til 13:00.

Þau börn sem eru skráð á leikjanámskeið eða ævintýranámskeið á vegum Seltjarnarnesbæjar fá fylgd á milli staða. ATH leikjanámskeiðið og ævintýranámskeiðið hefst mánudaginn 10.ágúst!

Um er að ræða þrjú viku námskeið í senn. Fyrsta vikan er aðeins 4 dagar, en hin tvö námskeiðin 5 dagar. Hægt er að taka allar vikurnar saman fyrir áhugsama.

Afreksskólinn er ætlaður krökkum fædd frá 2005-2008. Afreksskólinn er kenndur mánudaga til fimmtudaga frá 12:30-15:00, nema fyrstu vikuna þá dettur mánudagurinn út.

Um er að ræða þrjú viku námskeið í senn. Fyrsta vikan er aðeins 3 dagar en hin tvo námskeiðin 4 dagar. Hægt er að taka allar vikurnar saman fyrir áhugasama.

Fimleikadeildin ætlar líkt og fyrr í sumar að bjóða uppá fimleika og leikjaskólann. Í ágúst verða í boði tvö námskeið. Fyrra námskeiðið hefst þriðjudaginn 4.ágúst og er 4 dagar en það seinna hefst mánudaginn 10.ágúst og er því heil vika. Námskeiðið er ætlað krökkum fædd frá 2011-201.4

Öll börn eru hvött til að sækja námskeiðin og kynna sér íþróttirnar sem eru í boði í Gróttu. Engin krafa er gerð um reynslu til að taka þátt á námskeiðunum.

Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra grotta.felog.is

Upplýsingar fást einnig á skrifstofu Gróttu í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.isjonap@seltjarnarnes.is eða laufeyg@seltjarnarnes.is 

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print