Skip to content

Íþróttafélagið Grótta 57 ára!

Íþróttafélagið Grótta fagnar í dag 57 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað 24. apríl árið 1967. Til að byrja með var félgið ekki deildaskipt þar sem eingöngu var stunduð knattspyrna en í dag eru eru starfræktar þrjár öflugar deildir; fimleikadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild. Á undarnförnum árum hefur starf félagsins elfst til muna.  Félagafjöldi Íþróttafélagsins hefur aldrei verið meiri og Gróttusamfélagið vaxið mikið síðustu ár. Við erum afar stolt af því þar sem íþróttastarf er mikilvægur liður í bættri lýðheilsu og hefur mikið forvarndargildi. Við erum staðráðin í því að halda áfram að byggja upp öflugt og gott íþróttasamfélag sem heldur utanum og hlúir að öllum iðkendum sem og félagsmönnum. Til hamingju með daginn kæra Gróttufólk!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print