Skip to content

Gulli íþróttastjóri kveður Gróttu og snýr sér að öðrum verkefnum

Gunnlaugur Jónsson eða Gulli eins og hann er jafnan kallaður lét af störfum hjá Íþróttafélaginu Gróttu í lok síðustu viku. Gulli kom til starfa sem íþrótta- og verkefnastjóri félagsins haustið 2019. Á tíma sínum hefur Gulli gert ýmislegt til að efla starf Gróttu. Má þar nefna myndarlega aðkomu að undirbúningi knattspyrnudeildar fyrir Pepsi deildina sumarið 2020, umsjón og undirbúning stórra viðburða s.s. Verbúðarballs, þorrablóts, herra- og kvennakvölds auk annarra minni viðburða.

Gulli hefur einnig haft umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum, stórum búningasamningum, almennri þjónustu s.s. í gegnum Sportabler auk þess sem hann hafði veg og vanda að því að styrktarþjálfari félagsins er hér í fullu starfi. Hann hefur einnig komið að samstarfsverkefnum við hina ýmsu aðila en má þar nefna UMSK, Seltjarnarnesbæ, félag eldri borgara, skáksambandið, rafíþróttafélög og svo mætti lengi telja. Er þar ótalið ýmis samstarfsverkefni innan félags.

Um miðjan maímánuð auglýsti Grótta eftir verkefnastjóra á skrifstofu félagsins.Tæplega fimmtíu umsóknir bárust um stöðuna og er ráðningarferli í fullum gangi. Gert er ráð fyrir að nýr aðili taki til starfa á skrifstofu félagsins í haust.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print