Skip to content

Framkvæmdir hefjast – nýr inngangur að íþróttamiðstöð

Nú eru að hefjast framkvæmdir við stækkun íþróttamiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar og er það byggingarfyrirtækið Munck Íslandi ehf. sem er framkvæmdaraðili. Á framkvæmdartíma má búast við einhverju raski á þeirri starfssemi sem fram fer í húsinu. Núverandi inngangi inn í íþróttamiðstöðina hefur verið lokað.

Nýr inngangur er í gegnum hurð við bílastæðin að sunnanverðu og gengið er inn í íþróttahús í gegnum sundlaugarbakkann, sjá mynd hér að neðan.

Á meðan á framkvæmdartímanum stendur þarf að loka hefðbundinni gönguleið barnanna frá Mýrarhúsaskóla og að íþróttamiðstöðinni. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi barnanna og annarra gangandi vegfarenda. Ný gönguleið nemenda skólans verður því afmörkuð um göngustíg sem liggur um lóðirnar Hrólfsskálamel 2-8 og 10-18. Á myndinni hér að neðan sést nýja gönguleiðin merkt með gulu.

Athygli foreldra er vakin á því að Munck mun taka bílastæðin við félagsheimilið undir sína aðstöðu á framkvæmdartíma. Foreldrum er bent á að nýta bílastæðin við leikskólann þegar börn eru sótt og þeim skutlað á æfingar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print