VERÐSKRÁ FYRIR VETURINN 2023-2024

FIMLEIKADEILD GRÓTTU

Fimleikaveturinn 2023-20244 mun fimleikadeild Gróttu innheimta æfingagjöld fyrir hvora önn fyrir sig.

Hér að neðan má sjá æfingagjöld fyrir vorönn 2024.

Leyfisfjöld FSÍ eru EKKI inni í æfingagjöldunum í töflunni hér að neðan.

Leyfisgjöldin verða rukkuð með æfingagjöldunum í gegnum Sportabler.

Vorönn 2024 | 11 mánaðargjald (7 mánuðir af 11)

Vorönn 2024 | 9 mánaðargjald (5 mánuðir af 9)

Systkinaafsláttur

Innan fimleikadeildar er veittur 10% systkinaafsláttur. Vinsamlegast sendið póst á hansina@grotta.is til að virkja systkinaafslátt. Vinsamlegast athugið að ekki er veittur systkinaafsláttur af sérstökum námskeiðum eins og t.d. stubbafimi, fullorðinsfimleikum og styrktarnámskeiðum. Ef yngra barn er í stubbafimi fær eldra barnið 10% afslátt. Þetta á eingöngu við um stubbafimi en ekki önnur námskeið.

Athugið

  • Mótagjöld eru ekki innifalin í æfingagjöldunum.
  • Ef iðkandi hættir þarf að láta vita og uppsögn tekur gildi frá og með næstu mánaðmótum. Vinsamlegast ath. að það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að láta vita til að stoppa greiðslur.
  • Leyfisgjöld FSÍ eru EKKI inn í æfingagjöldunum hér að ofan.
  • Fimleikafélagið Grótta áskilur sér rétt til að fella niður námskeið og endurgreiða iðkendum, ef ekki fæst næg þátttaka.
  • Iðkendur geta ekki hafið æfingar á námskeiði (önn/sumarnámskeið) né tekið þátt í mótum fyrir hönd félagsins nema vera skuldlausir við félagið eða hafa áður samið um uppgjör eldri skulda.
  • Forskráningargjald er óafturkræft nema að fimleikadeildin þurfi að neita iðkendum um pláss eða fella niður námskeið.

Niðurgreiðslur

Ath. að Seltjarnarnesbær veitir frístundastyrk til barna á Seltjarnarnesi og Reykjarvíkurborg til barna í Reykjavík. Það eru foreldrar sem fá hann til ráðstöfunnar og það er á ábyrgð foreldra að fylgjast með því hvort hann sé nýttur eða ekki. Fimleikadeild Gróttu hefur ekki þær upplýsingar sem þarf til að vita hvort barn á rétt á styrk eða ekki.

Foreldrar/forráðamenn þurfa að ganga frá greiðslum æfingagjalda í gegnum ‘Sportabler’. Til að nýta niðurgreiðslu þurfa Seltirningar að fara inn í kerfið í gegnum „Mínar síður“ á seltjarnarnes.is en íbúar úr öðrum sveitarfélögum geta hakað í „nýta frístundastyrk“ í gegnum Sportabler.

Gjaldið sem greitt er í greiðslukerfinu er mismunur á verði fyrir námskeið og niðurgreiðslunni sem iðkandinn fær. Styrkurinn miðast við að iðkandinn stundi íþróttina á æfingatímabilinu. Gefi kerfið þær upplýsingar að viðkomandi eigi ekki rétt á styrk, vinsamlegast hafði samband við skrifstofu áður en gengið er frá greiðslum.

Annað

Inní Sportabler eru tveir möguleikar í boði við uppgjör æfingagjalda:

a) Kreditkort: Ef valið er að greiða með kreditkorti er hægt að dreifa greiðslum á þann fjölda tímabila sem gefin er upp í valmynd.

b) Greiðsluseðill: Ef greiðsluseðill er valinn þá kemur í heimabanka viðkomandi greiðsluseðill um hver mánaðarmót í samræmi við þann fjölda greiðslna sem valið er.

Viljið greiðandi koma athugasemdum á framfæri um æfingagjöld, t.d. véfengja upphæð gjaldanna eða tilvist, sendið þá fyrirspurn á hansina@grotta.is eða hafið samband við skrifstofu á auglýstum skrifstofutíma í síma 561-1137. Ekki ganga frá greiðslum fyrr en búið er að leysa úr ágreinings/vafamálum.