Gróttukonurnar Emelía Óskarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir hafa verið valdar í hóp U16 ára landsliðsins sem æfir saman á Selfossi í júní. Æfingarnar fara fram dagana 21.-24. júní og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Danmörku 4.-13. júlí í sumar. Gangi ykkur vel stelpur ??
