Skip to content

Aðalfundur Gróttu 2023

Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram 27. apríl og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins.  Fundurinn hófst á tónlistaratriði Jón Guðmundsson frá tónlistarskóla Seltjarnanesbæjar kynnti inn 3 stúlkur sem einnig eru iðkendur í félaginu. Þetta eru þær Arney María Arnarsdóttir sem spilaði á þverflautu, Sólveig Þórhallsdóttir einnig á þverflautu og Eyrún Þórhallsdóttir á saxófón.

Ólafur Örn Svansson hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Þrastar Guðmundssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn og gjaldkerar deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu og rekstrarniðurstöður. 

Þröstur var að klára sitt fyrsta ár sem formaður en aðrir aðalstjórnarmeðlimir gáfu öll kost á sér til endurkjörs og er stjórnin því óbreytt. 

Gísli Örn Garðarsson hætti í stjórn fimleikadeildar og Fanney Magnúsdóttur kemur inn í hans stað. Gylfi Magnússon hætti í stjórn handknattleiksdeildar og Páll Gíslason í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar. 

Þá hættu þeir Alexander Jensen og Rögnvaldur Dofri Pétursson í stjórn knattspyrnudeildar en það var fækkað í stjórninni sem er núna skipuð þeim Þorsteinn Ingasyni formanni, Hörpu Frímansdóttur, Kristínu Huld Þorvaldsdóttur, Stefáni Bjarnasyni, Helga Héðinssyni og Hildi Ólafsdóttir. 

Gefin var út glæsileg árskýrsla fyrir síðasta ár:
https://grotta.is/wp-content/uploads/2023/05/A%CC%81rssky%CC%81rsla-Gro%CC%81ttu-2022-web.pdf

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari félagsins mætti svæðið og tók frábærar myndir sem lýsa vel heppnuðum aðalfundi. 

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar