Íþróttafélagið Grótta var stofnað 24. apríl 1967 af Garðari Guðmundssyni sem kallaði nokkra drengi á Seltjarnarnesi á skipulagðar æfingar sumarið 1966.
Tilgangur Gróttu er að bjóða upp á skipulagt íþrótta– og félagsstarf fyrir félagsmenn sína.
Í dag eru starfandi þrjár deildir innan Gróttu:
– Fimleikar, handknattleikur og knattspyrna.
Allar iðkendaskráningar fara fram í Sportabler. Nánari upplýsingar um skráningarferlið hér.
Grótta notast við samskiptaforritið Sportabler, þar birtast allar æfingar hjá viðkomandi flokki auk þess fara flest samskipti við þjálfara þar í gegn.
Ef einhverjar spurningar vakna um starf flokksins er best að hafa samband við viðkomandi þjálfara eða yfirþjálfara í gegnum Sportabler eða með tölvupósti.
Íþróttafélagið Grótta hefur aðsetur á Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Staðsetning á korti má finna hér.
Skrifstofa Gróttu er á 2. hæð í íþróttahúsinu og er opin alla virka daga frá kl.13:00 – 16:00.