This page, general information about Grótta is available in English. Please click here to change the language.
Íþróttafélagið Grótta var stofnað 24. apríl 1967 af Garðari Guðmundssyni sem kallaði nokkra drengi á Seltjarnarnesi á skipulagðar æfingar sumarið 1966.
Tilgangur Gróttu er að bjóða upp á skipulagt íþrótta– og félagsstarf fyrir félagsmenn sína.
Í dag eru starfandi þrjár deildir innan Gróttu:
– Fimleikar, handknattleikur og knattspyrna.
Allar iðkendaskráningar fara fram í Sportabler. Nánari upplýsingar um skráningarferlið hér.
Grótta notast við samskiptaforritið Sportabler, þar birtast allar æfingar hjá viðkomandi flokki auk þess fara flest samskipti við þjálfara þar í gegn.
Ef einhverjar spurningar vakna um starf flokksins er best að hafa samband við viðkomandi þjálfara eða yfirþjálfara í gegnum Sportabler eða með tölvupósti.
Íþróttafélagið Grótta hefur aðsetur á Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Staðsetning á korti má finna hér.
Skrifstofa Gróttu er á 2. hæð í íþróttahúsinu og er opin alla virka daga frá kl.13:00 – 16:00.
- Símanúmer Gróttu er 561-1133.
- Tölvupóstfang grotta@grotta.is
- Facebook síða Gróttu
- Aðalstjórn
Starfsmenn skrifstofu Gróttu
Skráning iðkenda
Skráning iðkenda fer fram í gegnum Abler. Ef þú þekkir nú þegar forritið getur þú ýtt hér. Fyrir nánari leiðbeiningar er hægt að lesa upplýsingar á skráningarsíðu Gróttu hér.
- Mjög mikilvægt er að skrá iðkendur sem fyrst eftir að æfingar hefjast.
- Þeir iðkendur sem eru ekki skráðir hjá félaginu hafa ekki þátttökurétt í mótum/leikjum á vegum félagsins.
- Ef iðkandi er ekki skráður hjá félaginu er iðkandinn ótryggður, bæði á æfingum og í keppni.
Sjálfboðaliðar
Sjálfboðaliðar gegna hinum ýmsu störfum innan íþróttahreyfingar Gróttu. Meðal annars sitja í ráðum/stjórnum, koma að mótahaldi, skipuleggja viðburði og margt fleira.
Ef þú hefur áhuga að bætast í hóp vaskra sjálfboðaliða hafðu þá samband við Jón, framkvæmdastjóra Gróttu jon@grotta.is
Í vefverslun Gróttu er að finna ýmsar Gróttuvörur frá deildum félagsins. Hægt er að versla með auðveldum hætti í vefverslun og sækja vörur á skrifstofu Gróttu. Nánar hér.
Fræðslusíða Gróttu
Íþróttafélagið Grótta leggur mikið upp úr að veita iðkendum, foreldrum, þjálfurum og starfsmönnum góða fræðslu á mörgum sviðum innan íþróttahreyfingarinnar. Á fræðslusíðu Gróttu grotta.is/fraedsla er að mikið úrval af fræðsluefni.
Fimleikadeild
Fimleikadeild Gróttu heldur úti frábæru og öflugu íþróttastarfi. Mikil aðsókn er í fimleika ár hvert og því mikilvægt að foreldrar fylgist með þegar skráningar hefjast hverju sinni en forskráning í fimleika hefst í byrjun júní ár hvert. Hægt er að lesa um hópaskiptingu og hvaða flokkar eru í boði hér.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Jóna Stefánsdóttir gudrun@grotta.is
Yfirþjálfari grunnhópa: Valgerður Thoroddsen
Yfirþjálfari hópfimleika: Bergdís Katla Birgisdóttir
Yfirþjálfari áhaldafimleika: Bjarni Geir H. Halldórsson
Gróttu fimleikabolurinn fyrir iðkendur í grunnhópum og stubbafimi er til sölu á skrifstofu Gróttu.
Aðrar Gróttu vörur eru til sölu í vefverslun CRAFT. Sjá hér.
SKRÁNING
Fer fram í júní mánuði ár hvert (fyrir komandi vetur). Skráningargjald er 15.000 kr sem er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.
Stubbafimi
Skráning fer fram tvisvar sinnum á ári, í júlí og í desember. Skráning hefst 1. júlí fyrir haustönn og 1. desember fyrir vorönn sem hefst í janúar. Athugið iðkendur sem eru skráðir á haustnámskeið og einstaklingar sem eru á biðlista þurfa að skrá sig á ný.
Handknattleiksdeild
Handknattleiksdeild er með öflugt íþróttastarf og er yngsti flokkurinn, 9 flokkur fyrir 4-5 ára krakka.
Yfirþjálfari: Patrekur Pétursson Sanko patrekur28@gmail.com
- Stjórn
- Þjálfarar
- Facebook síða handknattleiksdeildar
- Instagram síða handknattleiksdeildar
- Facebook síða vegna óskilamuna
Nýir iðkendur geta prófað nokkrar æfingar áður en iðkandi er skráður og æfingagjöld eru greidd.
Aðrar Gróttu vörur eru til sölu í vefverslun CRAFT. Sjá hér.
Æfingatöflu má sjá hér.
Facebook hópar fyrir foreldra og þjálfara má sjá hér.
Skráning fer fram í gegnum Abler hér.
Knattspyrnudeild
Knattspyrnudeild Gróttu er með öflugt íþróttastarf og er yngsti flokkur, 8 flokkur fyrir 4-5 ára krakka.
Yfirþjálfari: Paul Westren paul@grotta.is.
Samfélagsmiðlastjóri: Jórunn María Þorsteinsdóttir Bachmann jorunnmaria@grotta.is
- Stjórn
- Þjálfarar
- Facebook síða knattspyrnudeildar
- Instagram síða knattspyrnudeildar
- Facebook síða vegna óskilamuna
Upplýsingasíða fyrir yngri flokka knattspyrnudeildar Gróttu er á facebook. Sjá hér.
Nýir iðkendur geta prófað nokkrar æfingar áður en iðkandi er skráður og æfingagjöld eru greidd.
Æfingatöflu má sjá hér.
Skráning fer fram á Sportabler hér.
Upplýsingar um nýskráningu fyrir foreldra og iðkendur í Abler hér.
Ef þú þarft að tengjast Abler og þarft kóða fyrir réttan flokk – sendu tölvupóst á grotta@grotta.is
Aðrar upplýsingar um starfsemi íþróttafélagsins Gróttu má finna hér.