Skip to content

Skipulagsbreyting hjá Gróttu

Aðalstjórn Gróttu hefur ákveðið að fara í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins. Kári Garðarsson sem starfað hefur sem íþróttastjóri Gróttu frá árinu 2015 verður frá og með deginum í dag framkvæmdastjóri félagsins. Kristín Finnbogadóttir sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Gróttu frá árinu 2001 tekur við nýju starfi fjármálastjóra.

Samhliða þessum breytingum hafa starfslýsingar og verkaskipting verið endurskoðuð. Auk þess hefur aðalstjórn auglýst stöðu íþrótta- og verkefnastjóra á skrifstofu félagsins og er vonast til að hægt sé að ráða í starfið frá og með 1. október nk. Með þessu er ætlunin að efla starf Gróttu til muna og auka þjónustu við deildir félagsins enn frekar.

Nánari upplýsingar veitir Bragi Björnsson í síma 863-0088 eða á netfangið bragi@logvorn.is

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print