Skip to content

Jólakort Gróttu 2022

Jólakortsamkeppni Gróttu var haldin í fjórða skipti nú fyrir jólin.

Eins og fyrri ár efndum við til teiknisamkeppni í 4. bekk Mýrarhúsaskóla um að velja teikningu sem príðir jólakortið í ár.

Laufey Beite Pálsdóttir átti teikninguna sem varð hlutskörpust og hún prýðir jólakort félagsins árið 2022. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir 3 aðrar teikningar en þær teiknuðu Auður Elín Þórðardóttir, Heiða Nielsen og Kristín Sara Sölvadóttir. Við viljum þakka skólastjórnendum í Mýrarhúsaskóla fyrir samstarfið í ár og er þessi viðburður að festa sig í sessi sem árleg hefð hjá félaginu 🎄

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print