Skip to content

Íþróttafólk Gróttu 2023

Kjör íþróttafólks Gróttu fór fram við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 1. febrúar síðastliðinn. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Gróttu þar sem fagnað var íþróttaárinu 2023.

Íþróttafólk Gróttu 2023 eru þau Einar Baldvin Baldvinsson handknattleiksmaður og Freyja Hannesdóttir, fimleikakona. Einnig var kjörið íþróttafólk æskunnar en í ár eru það knattspyrnufólkið Tómas Johannessen og Arnfríður Auður Arnarsdóttir sem hlutu þá viðurkenningu. Andri Sigfússon handknattleiksþjálfari er þjálfari ársins.

Valið á sjálfboðaliðum ársins er þáttur í því að þakka þeim sem leggja til af sínum tíma og orku í félagið á hverju ári. Sjálfboðaliðar ársins 2023 eru Guðrún Jóna Stefánsdóttir hjá fimleikadeild, Eyjólfur Garðarsson hjá handknattleiksdeild og Þórir Hallgrímsson hjá knattspyrnudeild.

Veitt var viðurkenning til þeirra sem kepptu fyrir hönd Íslands í fyrsta skipti á árinu. Að þessu sinni voru það Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Rebekka Sif Brynjarsdóttir sem spiluðu sína fyrstu landsleiki á árinu.

Í ár voru 20 aðilum veitt heiðursmerki Gróttu fyrir vel unnin störf fyrir félagið.

Þau sem hlutu bronsmerki voru eftirfarandi: Anna Dóra Ófeigsdóttir, Arnar Þór Axelsson, Bogi Elvar Grétarsson, Hansína Þóra Gunnarsdóttir, Hannes Grimm, Hildur Ólafsdóttir, Hrafnhildur Thoroddsen, Jóhanna Selma Sigurðardóttir, Sólveig Herbertsdóttir, Þórir Hallgrímsson, Ægir Steinarsson og Valgerður Thoroddsen.

Þau sem hlutu silfurmerki voru eftirfarandi: Ólöf Línberg Kristjánsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Íris Björk Símonardóttir og Valdimar Ólafsson.

Þau sem hlutu gullmerki voru eftirfarandi: Arndís María Erlingsdóttir, Davíð Örn Hlöðversson, Gabriella Belányi og Kristín Þórðardóttir.

Heiðursfélagi Gróttu er æðsti heiður sem félagið veitir. Í ár var Kristín Finnbogadóttir gerð að heiðursfélaga.

Við viljum óska þeim öllum til hamingju!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Nýlegar fréttir

Fréttaflokkar