Skip to content

Pétur Theodór er íþróttamaður Gróttu 2021

Pétur Theodór Árnason  er íþróttamaður Gróttu árið 2021. 

Úr umsögn Knattspyrnudeildar um Pétur.
Pétur er 26 ára gamall og er fæddur og uppalinn Gróttumaður. Hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki aðeins 16 ára gamall en þá lék liðið 1. deild. Eftir að hafa orðið fyrir og loks sigrast á afar erfiðum meiðslum blés Pétur nýju lífi í ferilinn og gekk til liðs við Gróttu um mitt sumar 2018. Var Pétur mikilvægur hlekkur í að tryggja liðinu sæti í efstu deild, í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Eftir erfitt ár í efstu deild kom Pétur tvíefldur til baka sl. sumar og þegar yfir lauk hafði hann skorað 26 mörk í 23 leikjum í deild og bikar. Pétur var vafalaust einn af bestu mönnum liðsins og deildarinnar í sumar og hjó nærri um hálfrar aldar gömlu markameti í næst efstu deild. Frammistaða hans vakti athygli liða í efstu deild og eftir lok tímabils gekk hann í raðir Breiðabliks. 

Við fórum þá leið í ár að framleiða myndbönd um verðlaunahafa í stað þess að hafa athöfn. 

Sérstakar þakkir fá Fjalar Sigurðarson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jói B (Audioland.is) fyrir óeigingjarnt framlag til myndbandagerðarinnar.


Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print