Skip to content

Kári Garðarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Gróttu.

Kári Garðarsson framkvæmdastjóri Gróttu hefur látið af störfum.

Kári hefur komið víða við í störfum félagsins í gegnum tíðina bæði sem þjálfari hjá handboltadeild og sem starfsmaður aðalstjórnar Gróttu. Sem þjálfari má helst nefna að Kári leiddi meistaraflokk kvenna til tveggja íslandsmeistaratitla, eins bikarmeistaratitils og eins deildarmeistaratitils.

Kári sinnti einnig fyrirliða hlutverki á skrifstofu Gróttu, fyrst sem íþróttastjóri félagsins frá 2015 og svo sem framkvæmdastjóri félagsins frá 2019. Á þeim tíma hefur hann leitt framþróun félagsins, til að mynda við stefnumótun félagsins til framtíðar, mótun fræðslumála, nýjungar í viðburðarhaldi og fjáröflunum, stækkun og rekstur íþróttamannvirkja, og hafið stafræna innleiðingu á skrifstofu félagsins.

Stjórn Gróttu færir Kára bestu þakkir fyrir gott og gefandi starf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print