Skip to content

Lovísa Thompson íþróttamaður Gróttu 2017

Handknattleiksdkonan Lovísa Thompson var í kvöld valin íþróttamaður Gróttu við hátíðlega athöfn.

Lovísa Thompson er þrátt fyrir ungan aldur orðin ein öflugasta handboltakona landsins. Lovísa er fædd árið 1999 og hefur leikið fimm keppnistímabil með Gróttuliðinu. Lovísa tryggði sér sæti í A landsliði kvenna árið 2015 eða þegar hún var einungis 16 ára gömul. Í dag leikur hún stórt hlutverk með landsliðinu og hefur leikið 7 landsleiki og skorað í þeim 10 mörk. Hún á einnig fast sæti í U-20 ára landsliði Íslands og er þar í burðarhlutverki en liðið náði góðum árangri á árinu 2017.

Á keppnistímabilinu 2016-2017 var Lovísa lang markahæsti leikmaður liðsins með 110 mörk í þeim 20 leikjum sem hún lék með liðinu. Hún var auk þess lykilmaður í varnarleik liðsins. Lovísa er í dag fyrirliði Gróttuliðsins í Olís deild kvenna.

Lovísa er góður félagi og gefur ávallt mikið af sér til liðsfélaga sinna. Hún kemur vel undirbúin í öll þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur. Lovísa er jákvæð og góð fyrirmynd fyrir yngri flokka félagsins og hefur meðal annars komið að þjálfun yngri flokka undanfarin ár.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print