FIMLEIKADEILD GRÓTTU

Forskráning fyrir veturinn 2020-2021

Þann 5. júní til 30. júní fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2020-2021.

Greitt er 10.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig.

Eftir að forskráningu líkur verður hægt að skrá á biðlista.

Skráning fer fram inn á skráningarkerfinu Nóra. Farið er inn á grotta.felog.is eða notið hnappinn hér að ofan. Athugið að haka verður við ,,samþykkja skilmála“ og svo er smellt á island.is myndina – innskráning. Síðan er hægt að velja um Íslykil eða Rafræn skilríki.

Til að sjá námskeið sem eru í boði eru fyrir hvern iðkanda þarf að smella á „Námskeið/Flokkar í boði“ og birtast þá öll námskeið hjá viðkomandi félagi / sveitarfélagi sem eru í boði eru fyrir þann aldurshóp. Þá er að velja viðeigandi námskeið til að skrá á það og ganga frá greiðslu.

Ef nota á Frístundastyrk sveitarfélags sem greiðslu fyrir námskeið er hún sótt og ráðstafað í gegnum Nóra. Þá birtist lína og hægt er að haka við “Nota Frístundastyrk – nafn sveitarfélags“ og þá færist inn upphæð styrks sem viðkomandi iðkanda á rétt á , í sumum tilvikum getur forráða maður breytt upphæð og ráðstafað upphæð að eigin vali. Hægt er að nota hluta frístundastyrks, t.d. þegar verð námskeiðs er lægra en kr. 27.500, með að velja “Breyta, lækka upphæð og “Vista”.

Hægt er að velja um tvennskonar greiðslumáta í fellistiku, kreditkort og greiðsluseðla og skipta gjaldinu í allt að níu mánaðarlegar greiðslur. Umbeðnir greiðsluseðlar birtast í netbanka viðkomandi forrráðamanns. Fyrir hvern útgefin greiðsluseðil innheimtist sérstakt seðilgjald kr. 390.

Þegar valið hefur verið greiðslumáti og viðeigandi upplýsingar settar inn er mikilvægt að kynna sér og haka við í kjölfarið „Samþykki skilmála” og samþykkja með greiðslu.

Allar skráningar á námskeið eru endanlegar og ekki er hægt að afskrá / afpanta á netinu heldur eingöngu á skrifstofu félagsins. Vinsamlegsta athugið að 2000.- gjald er tekið fyrir breytingar á skráningu. Ef iðkandi hættir þarf að láta vita og uppsögn tekur gildi frá og með næstu mánaðmótum. Vinsamlegast ath. að það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að láta vita til að stoppa greiðslur.

Systkinaafsláttur

Veittur er 10% systkinaafsláttur. Vinsamlegast athugið að ekki er veittur systkinaafsláttur af sérstökum námskeiðum eins og t.d. stubbafimi, fullorðinsfimleikum og styrktarnámskeiðum. Ef yngra barn er í stubbafimi fær eldra barnið 10% afslátt. Þetta á eingöngu við um stubbafimi en ekki önnur námskeið.