Skip to content

STARFSMANNAKYNNING GRÓTTU

Nafn: Bogi Elvar Grétarsson, kallaður Elvar
Fyrri störf (nefna 2-3): Verslunarmaður í byggingarvörudeild í Kaupfélagi Austur Skaftfellinga á Höfn (KASK) og húsvörður í íþróttahúsinu Höfn í Horfnafirði.
Elvar hóf störf hjá Gróttu 3. október 2016 – nýbúin að eiga 5 ára starfsafmæli.
Hvar ólstu upp: Á Hvammstanga.
Áhugamál: Fótbolti og gítarleikur.
Mitt uppáhalds fótboltafélag er Keflavík.
Stundaðir þú íþróttir: Æfði fótbolta frá 5 ára aldri, spilaði í meistaraflokk með Sindra á Hornafirði og eitt ár með Tindastól í næst efstu deild. Alls spilaði ég 130 leiki og skoraði í þeim 86 mörk.
Uppáhalds tónlistarmenn: Nafnarnir Rúnar Þór og Rúnar Júlíusson. Bíómynd í uppáhaldi: Papillon (1973) með Steve McQueen og Dustin Hoffman
Uppáhalds matur: Hamborgarar og pylsur.
Skilaboð til foreldra: Hvetja fólk til að sýna krökkunum áhuga í leik og starfi.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print