Skip to content

Gunnlaugur Jónsson ráðinn til Gróttu

Íþróttafélagið Grótta hefur gengið frá ráðningu Gunnlaugs Jónssonar í stöðu íþrótta- og verkefnastjóra á skrifstofu félagsins. Gunnlaugur er 45 ára gamall og hefur þjálfað meistaraflokk karla í knattspyrnu í áratug, m.a. hjá KA, ÍA og HK. Hann hefur auk þess viðamikla reynslu af þáttagerð í útvarpi og sjónvarpi.

Það er von Gróttu að starf félagsins eflist til muna við komu Gunnlaugs til starfa hjá félaginu. Gunnlaugur hefur þegar hafið störf.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print