Skip to content

Satoru Goto heldur heim

Í lok maí kvaddi Satoru Goto okkur þegar hann flaug aftur heim til Japans eftir tíu mánaða veru hér á Íslandi. Goto kom til landsins undir lok júlí mánaðar í miðjum heimsfaraldri eftir að hafa verið hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi árinu áður. Eftir að hafa setið af sér sóttkví hóf hann æfingar hjá Gróttu undir öðruvísi kringumstæðum en eðlilegt þykir þar sem strangar sóttvarnarreglur voru við lýði á þeim tíma.

Goto var fljótur að aðlagast íslenska umhverfinu og féll vel inn í hóp Gróttu í vetur. Hann setti skemmtilegan lit á bæði æfingar liðsins sem og í leikjum með hraða sínum og skot tækni. Mikil vinna fór í að fá öll leyfi fyrir leikmanninn til að vera hér á landi og missti hann til að mynda af fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Eftir að öll leyfi höfðu skilað sér var ekki aftur snúið. Satoru Goto lék alla hina 20 leikina sem eftir voru af tímabilinu og skoraði í þeim leikjum 42 mörk.

Handknattleiksdeild Gróttu vill þakka japanska félaginu, Wakunaga Pharmaceutical fyrir samstarfið í vetur. Eins viljum við þakka Goto fyrir veru sína í Gróttubúningnum og óskum við honum velfarnaðar á heimaslóðum á nýjan leik.

ありがとうございました後藤悟

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print