Skip to content

Íþróttastarf Gróttu fellur niður til 17. nóvember

Það má með sanni segja að síðustu vikur og mánuðir hafi verið óvenjulegir í starfi Gróttu og auðvitað í heiminum öllum. Íþróttastarf hefur ýmist verið í fullum gangi, í gangi með takmörkunum eða legið alfarið niðri. Óvissan hefur verið mikil og aðstæður oft óútreiknanlegar.

Nú er það ljóst að allt íþróttastarf mun liggja niðri til 17. nóvember næstkomandi. Þjálfarar okkar munu áfram eftir fremsta megni sinna þjónustu við iðkendur með heimaæfingum og æfingaáætlunum. Síðastliðnar tvær vikur hefur Grótta gefið út æfingar með Þór yfirstyrktarþjálfa félagsins og fræðslu á netinu um hugarfar. Við munum áfram sinna þessu verkefni með æfingum frá Þór auk þess Jón Halldórsson frá KVAN mun að koma með nokkur fræðsluinnlegg. Gerum við ráð fyrir fjórum myndböndum á viku.

Varðandi framhaldið og þann tíma sem hlé hefur hefur verið gert á æfingum munum við senda ykkur frekari upplýsingar þegar þær liggja fyrir. Íþróttafélög í Garðabæ, Mosfellsbæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi munu standa saman að þeim aðgerðum sem gripið verður til. Einnig er horft til þeirra aðgerða sem ríkið mun kynna á morgun og stuðningsaðgerðir Seltjarnarnesbæjar sem enn hafa ekki litið dagsins ljós.

Öll erum við orðin þreytt á ástandinu en við trúum og treystum því að með samstilltu átaki allra þá náum við tökum ástandinu og að lífið færist sem mest í eðlilegt horf um miðjan nóvember. Starfsfólk Gróttu mun taka brosandi á móti iðkendum að þessum tíma loknum. Með von um að þið og ykkar fjölskylda haldi góðri heilsu. Góða helgi.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Kári Garðarsson, Framkvæmdastjóri Gróttu

kari@grotta.is | gsm: 868-2426

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print