HANDKNATTLEIKSDEILD GRÓTTU
YNGRI FLOKKAR
Tilkynningar og samskipti við foreldra yngri flokka fara mikið fram í gegnum lokaða Facebook hópa. Þeir foreldrar sem eiga börn í flokknum geta sent beiðni um að gerast meðlimir í eftirfarandi hópum.
FRÉTTIR FRÁ YNGRI FLOKKUM

Frábær helgi að baki hjá 7. fl karla í handbolta
Strákarnir fóru á sitt fyrsta mót í vetur með 8 lið sem öll tóku miklu framförum og stóðu sig vel! Strákarnir eru að standa sig frábærlega og geta ekki beðið eftir næsta móti.

Frábær helgi að baki hjá 7. fl kvenna í handbolta
Stelpurnar í 7. fl. kvenna fóru á sitt fyrsta mót í vetur með 4 lið sem öll tóku miklu framförum og stóðu sig vel!

Yngra árið í 5.flokki kvenna stóð sig vel
Yngra árið í 5.flokki kvenna skráði tvö lið til leiks um síðustu helgi og voru bæði lið saman í riðli en Stjanan 2 og Haukar 1 voru einnig með okkar liðum í riðli. Það var virkilega skemmtilegt að sjá bæði lið spila og flottir taktar hjá okkar stúlkum.

Frábær árangur hjá 8.fl karla í handbolta
Grótta sendi 5 lið til keppni og var hart barist í öllum leikjum. Strákarnir sýndu mikla takta og nutu sín í botn. Frábært mót hjá Aftureldingu og verður gaman að fylgjast með þessum strákum í framtíðinni.