HANDKNATTLEIKSDEILD GRÓTTU

YNGRI FLOKKAR

Tilkynningar og samskipti við foreldra yngri flokka fara mikið fram í gegnum lokaða Facebook hópa. Þeir foreldrar sem eiga börn í flokknum geta sent beiðni um að gerast meðlimir í eftirfarandi hópum. Uppfært fyrir tímabilið 2021-22. 

Æfingatafla fyrir veturinn 2021-22 er að finna hér.

FRÉTTIR FRÁ YNGRI FLOKKUM

Fjórar stelpur í U15 ára landsliðinu

Um helgina fara fram æfingar hjá U15 ára landsliði kvenna. Fjórar stelpur frá okkur eru valdar í hópinn en það eru þær Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir og Margrét Lára Jónasdóttir. Sannarlega frábær viðurkenning fyrir þessa öflugu leikmenn.

LESA MEIRA »

Maksim Akbachev ráðinn yfirþjálfari handknattleiksdeildar

Maksim Akbachev hefur verið ráðinn yfirþjálfari Gróttu til næstu tveggja ára. Hann tekur við því öfluga starfi sem Hákon Bridde hefur sinnt undanfarið ár við að leiða uppbyggingu handboltans í Gróttu, í samvinnu við stjórn og aðra þjálfara.Maksim gekk til liðs við Gróttu árið 2020 þegar hann hóf að þjálfa 4. flokk karla og kvenna.

LESA MEIRA »