Skip to content

Forsetahjónin heimsækja íþróttahús Gróttu

Forsetahjónin

Í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar munu Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og El­iza Reid for­setafrú fara í op­in­bera heim­sókn á Seltjarn­ar­nes á morg­un, þriðju­dag.

For­seta­hjón­in verða all­an dag­inn á Seltjarn­ar­nesi. Þau munu fara víða til að hitta bæj­ar­búa og kynn­ast sam­fé­lag­inu en seinnipart dags eða í kringum 16:15 koma þau í heimsókn í íþróttahús Gróttu. Endilega takið vel á móti þeim og sýnum okkar frábæra starf í fullu fjöri.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print