Skip to content

Andri Helga gerir tveggja ára samning

Andri Þór Helgason hefur gert nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Andra Þór þarft vart að kynna fyrir Gróttufólki eða öðru handboltaáhugafólki en hann hefur verið einn albesti vinstri hornamaður Olísdeikdarinnar undanfarin ár. Andri er jafnframt fyrirliði Gróttuliðsins.

Andri var næstmarkahæsti leikmaður Gróttuliðsins í vetur með 98 mörk eða tæplega 4,2 mörk að meðaltali í leik.

Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttuliðsins er að vonum ánægður með áframhaldandi veru Andra á Nesinu. „Andri Helga er frábær leikmaður sem við lögðum mikla áherslu á að halda í félaginu. Það var mikill áhugi frá öðrum liðum en ánægjulegt að hann haldi tryggð við Gróttu“.

Frekari fréttir af leikmannamálum má vænta næstu daga.

#grottahandbolti#handbolti

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print