Skip to content

Bæjarhátíð Seltjarnarness

Bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 26.-28. ágúst og mun Grótta líkt og undanfarin ár taka þátt í dagskránni. Dagskrá bæjarhátíðarinnar má finna vef Seltjarnarnessbæjar, seltjarnarnes.is

ÁRGANGAMÓT Í 6-MANNA FÓTBOLTA
Laugardaginn 27. ágúst kl. 11:00 mun Grótta standa fyrir árgangamóti í 6-manna fótbolta á Vivaldivellinum. Knattspyrnudeild hefur boðið nokkrum vel völdum fyrrverandi leikmönnum úr félaginu að mæta með lið í keppnina og hafa undirtektir verið mjög góðar. Gert er ráð fyrir 8 til 12 liðum.

Á meðan keppni stendur mun þeim sem láta sjá sig á vellinum verða boðið upp á pylsur. Mótinu lýkur eigi síðar en kl. 13:30.

Þeim sem eru með lið og vilja skrá það til leiks er bent á að hafa samband við skrifstofu Gróttu.

STUÐBALL SELTIRNINGA
Grótta stendur fyrir Stuðballi í Félagsheimilinu og mun hljómsveitin Bandalagið leika fyrir dansi. Húsið opna kl. 23:00 og ballið hefst um miðnætti.

Forsala miða á skrifstofu Gróttu, 2.500 krónur miðinn.
Miðar einnig seldir við innganginn, 3.500 krónur miðinn.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar