Skip to content

Katrín Anna semur til tveggja ára

Katrín Anna Ásmundsdóttir hefur samið til tveggja ára við Handknattleiksdeild Gróttu. Katrín Anna er fædd árið 2004 og lék í vetur sitt annað tímabil með meistaraflokki.

Katrín Anna er örvhent og leikur í hægra horni. Hún lék alla 16 leiki liðsins í vetur og var þriðja markahæst í Gróttuliðinu með 51 mark. Katrín Anna hefur verið fastamaður í U17 ára landsliðinu undanfarin ár.

Kári Garðarsson þjálfari Gróttuliðsins er himinlifandi með þessi tíðindi: „Katrín Anna hefur vaxið mikið sem leikmaður á undanförnum misserum. Það er þess vegna frábært að hún verði hjá okkur áfram enda gríðarlega efnilegur leikmaður“

Frekari fréttir af leikmannamálum liðsins má vænta á næstu dögum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print