Skip to content

Laufey Birna íþróttamaður æskunnar

Fimleikastúlkan Laufey Birna Jóhannsdóttir var í gærkvöldi valin íþróttamaður æskunnar fyrir árið 2018.

Laufey Birna Jóhannsdóttir er 14 ára gömul og hefur æft fimleika hjá Gróttu í 11 ár eða frá þriggja ára aldri. Laufey hefur mjög mikinn áhuga á fimleikum og mætir mjög vel á æfingar og leggur sig alla fram. Laufey er góður og hvetjandi liðsfélagi.

Laufey stundar nám í 9. bekk í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði og stendur sig vel þar. Hún byrjaði síðan í vetur að aðstoða við þjálfun þriggja, fjögurra og fimm ára barna á laugardögum og hefur það einnig gengið mjög vel.

Árangur 2018

Bikarmót FSÍ 2018: Laufey var í bikarliði Gróttu í frjálsum æfingum.

Íslandsmeistaramót í áhaldafimleikum 2018: Laufey varð í 4. sæti í fjölþraut í unglingaflokki og komst í úrslit á tvíslá og gólfi. Hún varð í 2. sæti á tvíslá og í 3. sæti á gólfi.

Meistaramót FSÍ 2018: Laufey sigraði í fjölþraut og varð í 2. sæti á tvíslá, slá og gólfi í unglingaflokki.

Haustmót FSÍ 2018: Laufey sigraði á slá í unglingaflokki.

Þátttaka á alþjóðlegum mótum 2018: Laufey varð í 2. sæti á tvíslá og 3. sæti í fjölþraut í unglingaflokki á Reykjavík International Games.

Landsliðsverkefni 2018: Laufey keppti með unglingalandsliði Íslands á NM og EM í sumar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print