Skip to content

Jólakortasamkeppni Gróttu

Í gær voru veitt verðlaun fyrir hina árlegu jólakortasamkeppni Gróttu 🎅

Nemendur í 4. bekk Mýrarhúsaskóla tóku þátt í keppninni líkt og síðustu ár. Verðlaun voru veitt fyrir efstu fjögur sætin og sigurmyndin mun koma til með að skreyta jólakort félagsins. Þessi viðburður er orðinn hefð hjá Gróttu og það er virkilega gaman fyrir Gróttu að taka þátt í þessu flotta samvinnuverkefni með Mýrarhúsaskóla. Það vildi svo skemmtilega til að nemendur voru á miðri leiklistaræfingu fyrir Helgileikritið þegar verðlaunin voru veitt. Skrifstofa Gróttu átti í miklum erfiðleikum með að velja sigurvegara enda börnin með eindæmum listræn og vandvirk. Foreldrar barnanna geta verið mjög stolt af þessum duglegu Gróttukrökkum.

Sigurvegararnir voru Mjöll, Jósefína, Emma og Gunnar Egill. Á myndina vantar Mjöll sem fékk einnig verðlaun.

Hér ber svo að líta fallega jólakort Gróttu í ár frá sigurvegurunum:

Grótta mun síðan senda það rafrænt út þetta árið til að óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Kær kveðja

Skrifstofa Gróttu

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Nýlegar fréttir

Fréttaflokkar