Skip to content

Íþróttastarf fellur niður til 15. apríl

Eftir að fundi forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar lauk nú rétt áðan er ljóst að allt íþróttastarf barna og fullorðinna mun liggja niðri frá og með morgundeginum og mun lokunin mun vara í a.m.k. þrjár vikur. Íþróttafélagið Grótta mun hér eftir sem hingað til fara eftir þeim reglum sem í gildi eru og leggja þar með sitt af mörkum til að að kveða þennan faraldur niður.

Nú er stutt í páskafrí en deildirnar okkar hafa að mestu boðað frí frá æfingum á meðan á páskafríi stendur. Þjálfarar okkar munu áfram sinna fjarþjálfun sinna iðkenda eins og kostur er eftir að páskafríi lýkur auk þess sem aðalstjórn mun leita leiða til að þjónusta iðkendur, t.d. eins og gert var í síðustu lokun í haust með fræðslufyrirlestrum sem birtir voru á okkar miðlum.

Skrifstofa Gróttu verður opin en fólk er beðið um að beina fyrirspurnum til skrifstofunnar í gegnum síma og/eða tölvupóst á meðan á þessu ástandi varir.

Bestu kveðjur,

Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gróttu

Sími: 561-1135 | kari@grotta.is

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print