Skip to content

STARFSMANNAKYNNING GRÓTTU

Valdimar Ólafsson vallarstjóri á Vivaldivellinum er næstur í starfsmannakynningu Gróttu.
Gælunafn: Valdi, spaugsamir segja stundum Vi-Valdi.
Fyrri störf: Vann í Hagkaup Nesinu í yfir 20 ár, einnig var ég á fraktara hjá Hafskip í 12 ár.
Hve lengi starfað hjá Gróttu: Ég hóf störf hjá Gróttu í september 2016, rétt rúmlega fimm ár síðan.
Hvar ólstu upp: Uppalinn á Seltjarnanesinu. Var einn af strákunum sem voru í kringum Garðar Guðmundsson sumarið 1966 þegar félagið var stofnað.
Áhugamál: Fótbolti og hef gaman gera upp gamalt dót.
Stundaðir þú íþróttir: já, var í fótbolta og handbolta hjá Gróttu og einnig í körfubolta eina veturinn sem hann var stundaður hjá Gróttu.
Uppáhalds tónlistarmenn: John Lennon, Rolling Stones og David Bowie.
Bíómynd í uppáhaldi: Scarface (1983)
Uppáhalds matur: Nautalundir eins og ég geri þær.
Skilaboð til foreldra: Krakkarnir eru ekkert til vandræða, þau eru kurteis upp til hópa.

Hér má sjá fyrsta hópinn sem æfði undir merkjum Gróttu sumarið 1966 en félagið er svo formlega stofnað vorið eftir 1967. Forsprakkinn Garðar Guðmundsson er með sólgleraugu á myndinni. Valdimar Ólafs er í tíglapeysunni í fremstu röð lengst til vinstri. Á myndinni er fyrsti búningsklefinn sem er gamall vinnuskúr. Völlurinn sem var spilað á var staðsettur þar sem Bollagarðar og Höfgarðar eru í dag. Það má sjá að drengir á myndinni eru klæddir í búning með Gróttu merkinu sem Garðar teiknaði sjálfur.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print