Skip to content

Grótta semur við Sportabler

Hér með tilkynnist að Grótta hefur samið við hugbúnaðarfyrirtækið Sportabler um notkun á samskipta- og skipulagshugbúnaði fyrirtækisins. Samningurinn er til þriggja ára.

Þjálfarar munu áfram geta nýtt sér Sideline til undirbúnings leikja og æfinga en öll samskipti vegna æfinga, leikja og viðburða á vegum Gróttu skulu færast til Sportabler frá og með þessu hausti.

Í vikunni mun lykilfólk hverrar deildar ásamt aðilum frá Sportabler standa að kennslu á forritið en það er okkur ekki að öllu ókunnugt enda notuðum við kerfið veturinn 2018-2019. Gulli íþróttastjóri verður innleiðingarstjóri fyrir hönd skrifstofunnar með þetta verkefni. Nánar í gegnum tölvupóst gullijons@grotta.is eða í síma 869-6497.

Með von um jákvæð viðbrögð og að innleiðingarferlið gangi hratt og vel fyrir sig.

Hægt er að sækja APPið í Play store og App store:

Heimasíða Sportabler er að finna á https://www.sportabler.com

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print