Skip to content

Stækkun á íþróttaaðstöðu Gróttu

Þriðjudagurinn 13. desember 2016 mun verða merkilegur dagur í sögu Gróttu þegar fram líða stundir. Ástæðan er sú að þennan dag skrifuðu fulltrúar Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar undir samkomulag þess efnis að sveitarfélögin munu í sameiningu standa að endurbótum á fimleikaaðstöðu félagsins.

Samkomulagið sem gildir til 20 ára mun hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir aðstöðu fimleikadeildar sem hefur búið við afar þröngan kost undanfarin ár. Samhliða stækkun á fimleikaaðstöðu mun búningsklefum fjölga auk þess sem aðstaða til styrktaræfinga verður bætt.

Við sama tækifæri skrifuðu formenn Gróttu og KR undir viljayfirlýsingu um að efla enn frekar samstarf félaganna tveggja. Spennandi verður að fylgjast með því hvernig sú samvinna mun þróast.

Eins og áður sagði eru þessar fregnir mikil gleðitíðindi fyrir Gróttu en barist hefur verið fyrir þessari stækkun síðastliðinn áratug. Fjölmargir aðilar hafa komið að því verki og er þeim þakkað sérstaklega fyrir þeirra vinnu.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print