Skip to content

Afmælistreyjur Gróttu til sölu

Í tilefni af 50 ára afmæli Gróttu var ákveðið að meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta og fótbolta myndu leika í sérstökum afmælisbúningum á afmælisárinu. Búningarnir eru hvítir og bláir en upprunalegir búningar Gróttu voru einmitt með þeim litum.

Nú mun félagsmönnum gefast einstakt tækifæri til að eignast afmælisbúning en frá og með deginum í dag verða búningarnir til sölu á skrifstofu Gróttu. Verðinu er stillt í hóf og kostar búningurinn 7500 krónur.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print