Skip to content

Rakel valin í æfingahóp U19 ára landsliðsins

Gróttukonan Rakel Lóa Brynjarsdóttir hefur verið valin í æfingahóp U19 ára landsliðsins. Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp sem æfir dagana 16.-18. janúar. Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ, en einnig leikur liðið æfingaleik við Stjörnuna á Samsungvellinum. Liðið undirbýr sig fyrir æfingamót sem það tekur þátt í á Algarve í Portúgal 14.-22. febrúar næstkomandi.
Til hamingju Rakel og gangi þér vel!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print