Jólablað Gróttu komið út í áttunda sinn

Eins og flestir vita kom jólablað Gróttu út rétt fyrir jólin, í áttunda sinn. Blaðið er nú komið á netið, og hægt er að skoða það hér fyrir neðan eða í gegnum þennan link hér.

Blaðinu var ritstýrt af Benedikti Bjarnasyni sem fékk góða aðstoð frá Magnúsi Erni Helgasyni, ljósmyndaranum Eyjólfi Garðarsyni og síðast en ekki síst sá Elsa Nielsen um hönnun og umbrot blaðsins.

Blaðið er mjög veglegt, en í því má m.a. finna flott viðtöl við Glódísi Perlu Viggósdóttur, landsliðskonu, og Bjarka Má Ólafsson, þjálfara Al-Arabi í Katar, ásamt skemmtilegum fótboltamyndum og fréttum frá liðnu ári.

Handboltablað Gróttu 2017 er komið út

Nú á dögunum gaf handknattleiksdeild Gróttu út veglegt handboltablað. Markmiðið er að kynna það öfluga starf sem deildin stendur fyrir og afla tekna í leiðinni. Blaðinu er dreift í öll hús á Seltjarnarnesi auk þess sem það mun liggja frammi á fjölförnum stöðum, s.s. veitingahúsum og stofnunum í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins.

Continue reading