Aufí á leið til Portúgals með U17 ára landsliðinu

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í milliriðli Evrópumóts UEFA í Portúgal dagana 19.-28.febrúar 2024. Gróttukonan Arnfríður Auður Arnarsdóttir hefur verið valin í hópinn. Hin 15 ára Aufí lék einnig með U17 í undankeppni EM í október sl.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Aufí innilega til hamingju með valið og góðs gengis í Portúgal!

Antoine og U18 ára landsliðið í 2.sæti

Seinustu daga hefur U18 ára landslið karla með okkar manni Antoine Óskari Pantano leikið á sterku æfingamóti í Þýskalandi sem ber heitið Sparkassen Cup. 6 þjóðum er boðin þátttaka á mótinu og í ár voru það auk Íslendinga, Ungverjar, Slóvenar, Svisslendingar, Hollendingar, Belgar auk heimamanna í Þýskalandi og úrvalsliðs Saar-héraðs en mótið fer einmitt þar fram.

Íslendingar léku í riðli með Belgum, Saar-héraði og Þýskalandi. Ísland vann Saar-hérð og Belga örugglega en tapaði með átta marka mun gegn Þjóðverjum. Í undanúrslitum lék liðið gegn Slóvenum og eftir að hafa verið undir stærstan hluta leiksins jöfnuðu Íslendingar undir lokin og tryggði liðinu vítakeppni. Þar unnu Íslendingar og liðið fékk því farseðilinn í úrslitaleikinn. Þar mætti strákarnir okkar Þjóðverjum aftur. Líkt og í riðlakeppninni voru heimamenn sterkari og Ísland þurfti að láta sér nægja silfurverðlaunin að þessu sinni.

Líkt og liðið í heild sinni stóð Antoine sig vel og skoraði 15 mörk í mótinu. Samhliða því stóð hann varnarleikinn vel. Næsta stóra verkefni U18 ára landsliðs karla er í sumar þegar liðið leikur á EM í ágúst. Það eru því spennandi tímar framundan hjá liðinu.

Myndir: HSÍ – Handknattleikssamband Íslands

8 Gróttuleikmenn í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ fór fram í byrjun desember í Kaplakrika. 107 krakkar frá 17 félögum voru boðuð á æfingarnar en þetta var í annað sinn á tímabilinu sem krakkar fædd 2010 voru boðuð.

Hæfileikamótun HSÍ er krefjandi og jafnframt skemmtilegt verkefni fyrir krakkana enda var æft stíft auk fyrirlesturs og funda. HSÍ bauð svo upp á mat á milli æfinga.

Þessir hæfileikaríku krakkar æfðu frá föstudegi til sunnudags í frábæru umhverfi með bestu leikmönnum landsins í þessum árgangi. Þetta er gríðarlega efnilegur hópur og framtíðin svo sannarlega björt hjá okkur.

Þetta eru þeir leikmenn sem voru valdir frá Gróttu:

Jón Bjarni Pálsson
Kristján Ólafur Gíslason
Oliver Örtenblad Bergmann
Sigurður Halldórsson
Soffía Helen Sölvadóttir
Sylvía Sigrún Eðvarðsdóttir
Tristan Gauti Línberg Arnórsson

Þorgerður Anna Grímsdóttir

Við óskum krökkunum til hamingju með valið !

Jólatilboð á Gróttu handklæðum

Gróttu handklæði í jólapakkann

Grótta hefur ákveðið að selja hin geysivinsælu og fallegu Gróttu handklæði á sannkölluðu jólatilboði.

Handklæðin kosta núna 3500 kr og eru til sölu hérna í húsinu til klukkan 15.00- en eftir þann tíma að þá er velkomið að hringja í Hörpu, stjórnarmann knattspyrnudeildarinnar, í síma 8960118 til að nálgast handlæðin.

Frábær gjöf í jólapakkann þetta árið- Áfram Grótta.

Andri Fannar valinn í U20 ára landsliðið

Á dögunum var valið í öll yngri landslið karla. Í U20 ára landsliðinu áttum við hinn örvhenta Andra Fannar Elísson. Andri Fannar er búinn að koma vel inn í Gróttuliðið og hefur skorað 29 mörk með liðinu það sem af er Olísdeildinni.

Þjálfarar U20 ára landsliðsins eru Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon. Við óskum Andra Fannari til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum næstu daga.

Helgi Skírnir valinn í U16 ára landslið karla

Í seinustu viku var valið í U16 ára landslið karla fyrir næsta verkefni sem verður í lok desember. Í hópnum var okkar maður Helgi Skírnir Magnússon. Liðið mun koma saman 18.desember og æfa fram að jólum

Við óskum Helga Skírni til hamingju með valið og óskum honum góðs gengis á æfingunum.

Antoine Óskar valinn í U18 ára landsliðið

Á dögunum var valið í U18 ára landslið karla fyrir næsta verkefni sem verður í lok desember. Í hópnum var Antoine Óskar Pantano líkt og undanfarin skipti. Liðið mun koma saman 18.desember og æfa fram að jólum. Milli jóla og nýárs mun liðið síðan fara á geysisterkt æfingamót í Þýskalandi, Sparkassen Cup.

Antoine Óskar hélt upp á þetta val með virkilega flottum leik með meistaraflokki gegn Selfyssingum þar sem hann skoraði 5 mörk, var með 6 sköpuð færi fyrir liðsfélaga sína og eitt fiskað víti.

Til hamingju Antoine og gangi þér vel !

Aufí skoraði í sigri U18 gegn Svíþjóð 

Gróttukonan Arnfríður Auður Arnarsdóttir, betur þekkt sem Aufí, lék með U18 ára landsliði Íslands gegn Svíþjóð í byrjun desember. Liðin mættust í vináttuleik í Miðgarði þann 1. desember sl. og fór Ísland með 4-1 sigur. Aufí kom inn á á 64’ mínútu og var ekki lengi að setja sitt mark á leikinn en hún skoraði glæsilegt mark örfáum mínútum síðar. Frábær frammistaða hjá þessum unga og efnilega leikmanni. Gaman er að segja frá því að Aufí hefur spilað með þremur yngri landsliðum á árinu. Hún lék með U16 á UEFA mótinu í Englandi í apríl og á Norðurlandamótinu í júlí, með U17 í undankeppni EM í október og nú með U18 ára landsliðinu!

Rebekka með U15 í Portúgal

Rebekka Sif Brynjarsdóttir er nýkomin heim frá Portúgal þar sem hún var við keppni með U15 ára landsliðinu. Ísland var þar ein fjögurra þáttökuþjóða á UEFA Development Tournament, ásamt Þýskalandi, Spáni og Portúgal. Í fyrsta leik mætti Ísland Spáni og gerði 3-3 jafntefli. Ísland tapaði seinni tveimur leikjunum, 2-0 gegn Portúgal og 4-1 gegn Þýskalandi. Ljóst er að Ísland er að spila gegn sterkum þjóðum og hefur þetta verið mikil áskorun fyrir þennan efnilega hóp. Þjálfari U15 ára landsliðsins er Magnús Örn Helgason sem er Gróttufólki vel kunnugur. Þá var Harpa Frímannsdóttir, sem situr í stjórn knattspyrnudeildarinnar, einnig hluti af starfsliði hópsins. Þrír liðsfélagar Rebekku úr Gróttu/KR voru einnig í hópnum, þær Matthildur, Rakel og Kamilla.
Rebekka Sif stóð sig gríðarlega vel með landsliðinu úti og tekur helling með sér í reynslubankann! Knattspyrnudeild Gróttu er stolt af því að eiga svona glæsilegan fulltrúa í þessum hóp.

Aufí valin í U18 ára landsliðið

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U18 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum og leikjum við Svíþjóð. Hópurinn mun hittast til æfinga helgina 25-26.nóvember og þriðjudaginn 28.nóvember 2023. Gróttukonan Arnfríður Auður Arnarsdóttir, betur þekkt sem Aufí, er í hópnum. Þrátt fyrir ungan aldur lék Aufí lykilhlutverk í liði Gróttu í Lengjudeildinni í sumar en hún er einungis 15 ára gömul. Aufí lék 16 leiki í Lengjudeildinni í sumar og skoraði í þeim sjö mörk.
Gaman er að segja frá því að Aufí er eini leikmaður hópsins sem fædd er 2008, en aðrir leikmenn eru fæddir árið 2007. Knattspyrnudeild Gróttu er hreykin af því að eiga svona flottan fulltrúa í hópnum.
Leikirnir við Svíþjóð munu fara fram á Íslandi 29.nóvember og 1.desember 2023 í Miðgarði Garðabæ. Knattspyrnudeild Gróttu óskar Aufí innilega til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu framundan!

Mynd: Eyjólfur Garðarsson