VERÐSKRÁ FYRIR VETURINN 2022 - 2023
FIMLEIKADEILD GRÓTTU
Æfingagjöldin fyrir tímabilið 2022-23 haldast óbreytt frá síðasta vetri.

ATH leyfisgjöld FSÍ eru inn í æfingagjöldunum
Systkinaafsláttur
Innan fimleikadeildar er veittur 10% systkinaafsláttur. Vinsamlegast sendið póst á fimleikadeild@grotta.is til að virkja systkinaafslátt. Vinsamlegast athugið að ekki er veittur systkinaafsláttur af sérstökum námskeiðum eins og t.d. stubbafimi, fullorðinsfimleikum og styrktarnámskeiðum. Ef yngra barn er í stubbafimi fær eldra barnið 10% afslátt. Þetta á eingöngu við um stubbafimi en ekki önnur námskeið.
Athugið
Mótagjöld eru ekki innifalin í æfingagjöldunum.
Ef iðkandi hættir þarf að láta vita og uppsögn tekur gildi frá og með næstu mánaðmótum. Vinsamlegast ath. að það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að láta vita til að stoppa greiðslur.
Niðurgreiðslur:
Ath. að Seltjarnarnesbær veitir frístundastyrk til barna á Seltjarnarnesi og Reykjarvíkurborg til barna í Reykjavík. Það eru foreldrar sem fá hann til ráðstöfunnar og það er á ábyrgð foreldra að fylgjast með því hvort hann sé nýttur eða ekki. Fimleikadeild Gróttu hefur ekki þær upplýsingar sem þarf til að vita hvort barn á rétt á styrk eða ekki.
Uppgjör æfingagjalda fer fram í gegnum Nóra greiðslukerfið, sjá þægilegustu tengla hér:
- Til að sækja um leið um niðurgreiðslur frá Seltjarnarnesbæ farið inná ‘Mínar síður‘.
- Einnig hægt að fara beint inná Nóra kerfið hér! Hér geta íbúar í öðrum sveitarfélögum sótt um niðurgreiðslu.
Inni í Nóra uppgjörskerfinu eru þrír möguleikar í boði við uppgjör æfingagjalda:
a) Kreditkort: Ef valið er að greiða með kreditkorti er hægt að dreifa greiðslum á þann fjölda tímabila sem gefin er upp í valmynd.
b) Greiðsluseðill: Ef greiðsluseðill er valinn þá kemur í heimabanka viðkomandi greiðsluseðill um hver mánaðarmót í samræmi við þann fjölda greiðslna sem valið er.
c) Debetkort: Hægt er að skrá greiðslu á debetkort ef debetkortið ra ð nýrri gerðinni og 4 x 4 stafa númer er prentað á framhliðina. Þá er gengið frá greiðslu líkt og skráning á kreditkorti sé að ræða.
Viljið greiðandi koma athugasemdum á framfæri um æfingagjöld, t.d. véfengja upphæð gjaldanna eða tilvist, sendið þá fyrirspurn á fimleikadeild@grottasport.is eða hafið samband við skrifstofu á auglýstum skrifstofutíma í síma 561-1137.
Ekki ganga frá greiðslum fyrr en búið er að leysa úr ágreinings/vafamálum.
Reglur um innheimtu æfingagjalda:
Iðkendur geta ekki hafið æfingar á námskeiði (önn/sumarnámskeið) né tekið þátt í mótum fyrir hönd félagsins nema vera skuldlausir við félagið eða hafa áður samið um uppgjör eldri skulda.
Fimleikafélagið Grótta áskilur sér rétt til að fella niður námskeið og endurgreiða iðkendum, ef ekki fæst næg þátttaka.
Foreldrar/forráðamenn þurfa að ganga frá greiðslum æfingagjalda í gegnum ‘Nóra’ uppgjörskerfið. Til að nýta niðurgreiðslu þurfa Seltirningar að fara inn í kerfið í gegnum „Mínar síður“ á seltjarnarnes.is en íbúar úr öðrum sveitarfélögum geta farið beint í gegnum grotta.felog.is
Gjaldið sem greitt er í greiðslukerfinu er mismunur á verði fyrir námskeið og niðurgreiðslunni sem iðkandinn fær. Styrkurinn miðast við að iðkandinn stundi íþróttina á æfingatímabilinu. Gefi kerfið þær upplýsingar að viðkomandi eigi ekki rétt á styrk, vinsamlegast hafði samband við skrifstofu áður en gengið er frá greiðslum.
Fjölskylduafsláttur er 10% (samtals verð fyrir alla fjölskyldumeðlimi x 0,9), og kemur fram í greiðslukerfi Nóra. Kerfið virkar þannig að allur afslátturinn kemur inná einn fjölskyldumeðlim. Vinsamlegast athugið að ekki er veittur systkinaafsláttur af sérstökum námskeiðum eins og t.d. stubbafimi og styrktarnámskeiðum. Ef yngra barn er í stubbafimi fær eldra barnið 10% afslátt. Þetta á eingöngu við um stubbafimi en ekki önnur námskeið.
Ef iðkandi hættir þarf að láta vita og uppsögn tekur gildi frá og með næstu mánaðmótum. Vinsamlegast ath. að það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að láta vita til að stoppa greiðslur.
Fyrir nánari upplýsingar varðandi æfingagjöld er best að hafa samband við framkvæmdastjóra Fimleikadeildar Gróttu.
Email fimleikadeild@grotta.is og sími 561-1137.