VERÐSKRÁ FYRIR VETURINN 2023-2024

FIMLEIKADEILD GRÓTTU

Fimleikaveturinn 2023-24 mun fimleikadeild Gróttu innheimta æfingagjöld fyrir hvora önn fyrir sig. Hér að neðan má sjá æfingagjöld fyrir haustönn 2023.

Leyfisfjöld FSÍ eru EKKI inni í æfingagjöldunum í töflunni hér að neðan.

Leyfisgjöldin verða rukkuð með æfingagjöldunum í gegnum Sportabler.

9 mánaða gjald  
Klst á viku Mínútur Æfingagjöld haust 2023
212055,848
 14061,496
 16066,116
318069,710
 20073,133
 22075,727
424077,411
 26078,267
 28078,995
530079,979
 32081,177
 34081,861
636083,572
 38084,941
 40085,969
742086,653
 44086,995
 46087,840
848089,733
 50090,247
 52090,503
954091,659
 56092,643
 58093,456
Heilsársgjald  
Klst á viku mín á vikuÆfingagjöld haust 2023
848085,841
 50086,971
 52088,021
954089,564
 56090,462
 58091,189
1060091,745
 62092,131
 64092,345
1166093,120
1272097,650
13780100,730
14840104,837
15900108,431
16960111,545
171,020111,932
181,080113,855

Systkinaafsláttur

Innan fimleikadeildar er veittur 10% systkinaafsláttur. Vinsamlegast sendið póst á hansina@grotta.is til að virkja systkinaafslátt. Vinsamlegast athugið að ekki er veittur systkinaafsláttur af sérstökum námskeiðum eins og t.d. stubbafimi, fullorðinsfimleikum og styrktarnámskeiðum. Ef yngra barn er í stubbafimi fær eldra barnið 10% afslátt. Þetta á eingöngu við um stubbafimi en ekki önnur námskeið.

Athugið

  • Mótagjöld eru ekki innifalin í æfingagjöldunum.
  • Ef iðkandi hættir þarf að láta vita og uppsögn tekur gildi frá og með næstu mánaðmótum. Vinsamlegast ath. að það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að láta vita til að stoppa greiðslur.
  • Leyfisgjöld FSÍ eru EKKI inn í æfingagjöldunum hér að ofan.
  • Fimleikafélagið Grótta áskilur sér rétt til að fella niður námskeið og endurgreiða iðkendum, ef ekki fæst næg þátttaka.
  • Iðkendur geta ekki hafið æfingar á námskeiði (önn/sumarnámskeið) né tekið þátt í mótum fyrir hönd félagsins nema vera skuldlausir við félagið eða hafa áður samið um uppgjör eldri skulda.
  • Forskráningargjald er óafturkræft nema að fimleikadeildin þurfi að neita iðkendum um pláss eða fella niður námskeið.

Niðurgreiðslur

Ath. að Seltjarnarnesbær veitir frístundastyrk til barna á Seltjarnarnesi og Reykjarvíkurborg til barna í Reykjavík. Það eru foreldrar sem fá hann til ráðstöfunnar og það er á ábyrgð foreldra að fylgjast með því hvort hann sé nýttur eða ekki. Fimleikadeild Gróttu hefur ekki þær upplýsingar sem þarf til að vita hvort barn á rétt á styrk eða ekki.

Foreldrar/forráðamenn þurfa að ganga frá greiðslum æfingagjalda í gegnum ‘Sportabler’. Til að nýta niðurgreiðslu þurfa Seltirningar að fara inn í kerfið í gegnum „Mínar síður“ á seltjarnarnes.is en íbúar úr öðrum sveitarfélögum geta hakað í „nýta frístundastyrk“ í gegnum Sportabler.

Gjaldið sem greitt er í greiðslukerfinu er mismunur á verði fyrir námskeið og niðurgreiðslunni sem iðkandinn fær. Styrkurinn miðast við að iðkandinn stundi íþróttina á æfingatímabilinu. Gefi kerfið þær upplýsingar að viðkomandi eigi ekki rétt á styrk, vinsamlegast hafði samband við skrifstofu áður en gengið er frá greiðslum.

Annað

Inní Sportabler eru tveir möguleikar í boði við uppgjör æfingagjalda:

a) Kreditkort: Ef valið er að greiða með kreditkorti er hægt að dreifa greiðslum á þann fjölda tímabila sem gefin er upp í valmynd.

b) Greiðsluseðill: Ef greiðsluseðill er valinn þá kemur í heimabanka viðkomandi greiðsluseðill um hver mánaðarmót í samræmi við þann fjölda greiðslna sem valið er.

Viljið greiðandi koma athugasemdum á framfæri um æfingagjöld, t.d. véfengja upphæð gjaldanna eða tilvist, sendið þá fyrirspurn á hansina@grotta.is eða hafið samband við skrifstofu á auglýstum skrifstofutíma í síma 561-1137. Ekki ganga frá greiðslum fyrr en búið er að leysa úr ágreinings/vafamálum.