Handboltaskóli Gróttu í ágúst

Líkt og undanfarin ár verður handboltaskóli Gróttu á sínum stað. Skólinn er haldinn dagana 2. – 19.ágúst en hægt er að skrá sig á einstakar vikur. Skólinn er kl. 09:00-12:00 en boðið er upp á ókeypis gæslu frá kl. 08:00 og til kl. 13:00.

Handboltaskólinn er fyrir krakka f. 2016 – 2011 og verður vel tekið á móti öllum byrjendum. Þátttakendum verður skipt upp eftir aldri.

Undanfarin ár hefur Handboltaskólinn verið vel sóttir enda markar hann upphaf handboltatímabilsins. Skólastjóri skólans er Maksim Akbachev yfirþjálfari en auk hans mun Andri Sigfússon, Birgir Steinn Jónsson, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir, Edda Steingrímsdóttir, Patrekur Pétursson Sanko koma að þjálfuninni auk annarra góðra þjálfara hjá deildinni.

Verð:

Vika 1 (2. – 5.ágúst) – 5500 kr
Vika 2 (8. – 12.ágúst) – 7000 kr
Vika 3 (15 – 19.ágúst) – 7000 kr

Allar vikurnar (2. – 19.ágúst) – 18.000 kr

Skráning í Handboltaskóla Gróttu fer fram hérna:

www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Handboltaskóli og Afreksskóli Gróttu

Handboltaskóli Gróttu og Afreksskóli Gróttu hefjast eftir helgi, þriðjudaginn 3.ágúst. Þarna gefst krökkum og unglingum tækifæri á að taka forskot á sæluna og hefja handboltatímabilið af krafti.

HANDBOLTASKÓLINN
* kl. 09:00-12:00 og fyrir krakka f. 2010-2015
* alla virka daga* boðið upp á gæslu frá kl. 08:00 og til 13:00
* skipt upp í þrjá hópa eftir aldri

AFREKSSKÓLINN
* kl. 12:30-14:00 og fyrir krakka f. 2006-2009
* mánudagar, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga
* skipt upp í tvo hópa eftir aldri

Frábærir þjálfarar verða að leiðbeina krökkunum
– Andri Sigfússon
– Arnar Daði Arnarsson
– Ari Pétur Eiríksson
– Edda Steingrímsdóttir
– Hannes Grimm
– Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir
– Lovísa Thompson
– Maksim Akbachev
– Patrekur Pétursson

Skráning fer fram í Sportabler. Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við yfirþjálfara Gróttu, maksim@grotta.is eða handbolti@grotta.is

Áfram Grótta !

Handboltaskóli og Afreksskóli Gróttu

Segja má að upphaf handboltastarfsins eftir stutt sumarfrí sé Handboltaskóli Gróttu og Afreksskóli Gróttu í handbolta í ágúst. Þá lifnar Íþróttahús Gróttu aftur til lífsins og allt verður eins og á að vera. Undanfarin ár hafa skólarnir verið vel sóttir en í ár mun Maksim Akbachev yfirþjálfari hafa veg og vanda að námskeiðinu ásamt frábæru þjálfurum deildarinnar.

Continue reading