Miðasala á Herrakvöld Gróttu er hafin!

Ekki láta þig og þína vanta á þetta veislu kvöld 🥂

Jóhann Alfreð Kristinsson er veislustjóri kvöldsins og fer með gamanmál.

Bergur Ebbi Benediktsson flytur uppistand.

Kótiletturnar gómsætu verða á sínum stað og er happdrættið er af veglegri endanum 😍

Einnig verður trúbador og hátíðarræðumaður kvöldsins.

Treyjuuppboð hjá okkar bestu mönnum

Viggó Kristjánsson
Orri Steinn Óskarsson
Hákon Rafn Valdimarsson
Tómas Jóhannessen

Við minnum á að árgangamót knattspyrnudeildar verður fyrr um daginn ⚽️

Dagskrá:

18:00-19:00 Happy hour – tilboð á drykkjum
19:30 Borðhald hefst – Jóhann Alfreð opnar kvöldið
20:30 Uppistand – Bergur Ebbi

Því næst taka við treyju- og málverkauppboð auk happdrættis.

Borðapantanir á jon@grotta.is ef þú vilt að hópurinn þinn sé með pláss saman.

Sjáumst á Herrakvöldsveislunni! 🥳

Tryggðu þér miða hér: https://tix.is/is/event/17158/herrakvold-grottu/

Frábært frammistaða í bikarúrslitum

6.flokkur kvenna yngri og 6.flokkur karla eldri léku sunnudaginn 10.mars í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.

Andstæðingar stelpnanna voru Valur. Fjölmargir áhorfendur gerðu leið sína í Laugardalshöllina til að fylgjast með stelpunum. Eftir mikla baráttu gegn frábæru liði, þá þurftu okkar stelpur að sætta sig við silfrið að þessu sinni. Lokatölur voru 2-7 fyrir Val. Gróttustelpurnar geta þrátt fyrir úrslitin verið hrikalega sáttar enda börðust þær eins og ljón allan leikinn og ekki sjálfgefið að komast alla leið í úrslitaleikinn. Vonandi nýta þær sér þessa reynslu til að halda áfram að bæta sig, þetta er rétt að byrja !

Andstæðingar strákanna voru FH. Strákarnir komu reynslunni ríkari í Laugardalshöllina eftir svekkjandi tap í úrslitaleik fyrir ári síðan. Liðið lék á bikarmóti HSÍ í janúar og núna fór fram úrslitaleikurinn í því móti. Baráttan og leikgleðin skein úr andliti strákanna í dag sem fengu góðan stuðning fjölmargra áhorfenda. Gróttustrákarnir uppskáru sigur, 8-5 eftir frábæran leik.

Grótta í bikarúrslitum

Um helgina fara fram bikarúrslit í öllum keppnisflokkum HSÍ. Við í Gróttu eigum tvö lið í úrslitum en það eru 6.flokkur karla eldri og 6.flokkur kvenna yngri.

Allir úrslitaleikirnir fara fram við glæsilega umgjörð í Laugardalshöllinni. Báðir leikir Gróttu fara fram á laugardeginum.

6.flokkur kvenna yngri
Grótta – Valur
Laugardaginn 8.mars
kl. 09:45

6.flokkur karla eldri
Grótta – FH
Laugardaginn 8.mars
kl. 11:15

Við hvetjum allt Gróttufólk til að fjölmenna í Laugardalshöllina og hvetja okkar upprennandi leikmenn til dáða.

Áfram Grótta !

Grótta óskar eftir þjálfurum

Vegna fjölda iðkenda þá óskar handknattleiksdeild Gróttu eftir þjálfurum á 8.flokk karla og 8.flokk kvenna

Æfingar flokkanna eru strax að loknum skóla hjá krökkunum

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Nánari upplýsingar og umsóknir sendast á Andra Sigfússon yfirþjálfara, andri@grotta.is

Dómaranámskeið í handbolta

Handknattleiksdeild Gróttu heldur A-stigs dómaranámskeið í samstarfi við HSÍ. Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 27.febrúar kl. 19:30 í hátíðarsal Gróttu. Námskeiðið endar með skriflegu prófi sem tekið er í gegnum síma.

Það eru öll velkomin á námskeiðið

Hannes framlengir

Línumaðurinn Hannes Grimm hefur framlengt samning sinn við Gróttu til ársins 2026. Hannes hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með Gróttu til fjölda ára og á 148 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.

Það eru frábær tíðindi að Hannes verði áfram í herbúðum félagsins enda lykilleikmaður liðsins bæði sóknarlega og varnarlega.

Þeir eru vandfundnir meiri Gróttumenn en Hannes Grimm. Hann hefur undanfarin sjö ár þjálfað yngri flokka félagsins við góðan orðstír.

Handboltaskóli Gróttu/KR

Í vetrarleyfinu verður boðið upp á handboltaskóla í Hertz-höllinni fyrir krakka f. 2012-2017 eða þá sem eru í 1. – 6.bekk. Skólinn er kl. 09:00-12:00 og eru krakkarnir beðnir um að taka með sér nesti. Byrjendur jafnt sem lengra komnir eru velkomnir.

Námskeiðsdagarnir eru:

Föstudagurinn 16.febrúar
Mánduagurinn 19.febrúar

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Andri nýr yfirþjálfari handknattleiksdeildar

Andri Sigfússon hefur tekið við sem yfirþjálfari handknattleiksdeildar Gróttu. Hann tekur við af Magnúsi Karli Magnússyni. Andri er uppalinn Gróttumaður, æfði með félaginu frá unga aldri og hóf svo þjálfun árið 2002. Það má með sanni segja að Andri sé einn af reyndustu og öflugustu þjálfurum Gróttu og því mikill fengur að fá hann sem yfirþjálfara. Ásamt því að sinna yfirþjálfarastarfinu og þjálfun nokkurra flokka hjá Gróttu, er Andri þjálfari U-liðs Gróttu og U-16 landsliðs karla. Andri er afar metnaðarfullur og kraftmikill þjálfari og það er mikil tilhlökkun hjá stjórn barna-og unglingaráðs Gróttu fyrir komandi samstarfi.

„Ég hlakka mikið til að hefja störf og halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið í vetur og undanfarin ár. Grótta hefur á að skipa virkilega öflugum hópi þjálfara sem hefur unnið frábært starf með okkar fjölmörgu iðkendum. Vonandi náum við í sameiningu að bæta okkar starf enn þá meira,“ sagði Andri þegar samningar voru í höfn.

Þjálfarar óskast í Gróttu

Fimleikadeild og handknattleiksdeild Gróttu leita eftir þjálfurum fyrir vorönn sem að nú fer að hefjast.

Hægt er að sækja um á alfred.is fyrir fimleikadeildina, sjá hér-https://alfred.is/starf/fimleikathjalfarar-oskast-i-grottu, eða senda póst á hansina@grotta.is. Varðandi þjálfun í handknattleiksdeildinni er hægt að senda á magnuskarl@grotta.is, yfirþjálfara, upp á ítarlegri upplýsingar eða til að senda inn umsókn.

Við viljum hvetja alla þá aðila sem að hafa áhuga á því að þjálfa fyrir hönd Gróttu að sækja um störfin sem fyrst.

Áfram Grótta

Antoine og U18 ára landsliðið í 2.sæti

Seinustu daga hefur U18 ára landslið karla með okkar manni Antoine Óskari Pantano leikið á sterku æfingamóti í Þýskalandi sem ber heitið Sparkassen Cup. 6 þjóðum er boðin þátttaka á mótinu og í ár voru það auk Íslendinga, Ungverjar, Slóvenar, Svisslendingar, Hollendingar, Belgar auk heimamanna í Þýskalandi og úrvalsliðs Saar-héraðs en mótið fer einmitt þar fram.

Íslendingar léku í riðli með Belgum, Saar-héraði og Þýskalandi. Ísland vann Saar-hérð og Belga örugglega en tapaði með átta marka mun gegn Þjóðverjum. Í undanúrslitum lék liðið gegn Slóvenum og eftir að hafa verið undir stærstan hluta leiksins jöfnuðu Íslendingar undir lokin og tryggði liðinu vítakeppni. Þar unnu Íslendingar og liðið fékk því farseðilinn í úrslitaleikinn. Þar mætti strákarnir okkar Þjóðverjum aftur. Líkt og í riðlakeppninni voru heimamenn sterkari og Ísland þurfti að láta sér nægja silfurverðlaunin að þessu sinni.

Líkt og liðið í heild sinni stóð Antoine sig vel og skoraði 15 mörk í mótinu. Samhliða því stóð hann varnarleikinn vel. Næsta stóra verkefni U18 ára landsliðs karla er í sumar þegar liðið leikur á EM í ágúst. Það eru því spennandi tímar framundan hjá liðinu.

Myndir: HSÍ – Handknattleikssamband Íslands