Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendunum. Áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Skráning fer fram í gegnum Sportabler.
Continue readingStyrktar- og liðleikaþjálfun námskeið
Hentar vel íþróttakrökkum úr boltaíþróttum. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á styrk, liðleika, samhæfingu og aukna hreyfifærni. Námskeiðið er 5 vikur og verður kennt í fimleikasal Gróttu.
Continue readingÆfingar fimleikadeildar hefjast mánudaginn 5. september
Æfingar fimleikadeildar hefjast mánudaginn 5. september og hefur æfingaáætlun fyrir komandi vetur hefur verið birt.
Continue readingNanna Guðmundsdóttir íþróttakona Gróttu 2021
Nanna Guðmundsdóttir er íþróttakona Gróttu árið 2021.
Úr umsögn Fimleikadeildar um Nönnu. Nanna Guðmundsdóttir er í hópi fremstu áhaldafimleikakvenna landsins og hefur lagt mikið á sig til komast á þann stað sem hún er á í dag. Nanna varð Íslandsmeistari í fjölþraut á Íslandsmótinu sem var haldið í mars. Þetta var hennar fyrsti Íslandsmeistaratitilll í fjölþraut í kvennaflokki. Nanna var valin í úrvalshóp kvenna hjá FSÍ árið 2021. Nanna var í landsliði Íslands á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem var haldið í Sviss dagana 21. – 25. apríl. Nanna var með besta árangur Íslenskra landsliðsins í fjölþraut og hæstu stig sem íslensk fimleikakona fékk á árinu. Hún fékk samtals 47,032 stig sem að eru hæstu stig sem hún hefur fengið í fjölþraut. Hennar besti árangur var á gólfi þar sem hún varð í 40. sæti af 91 keppanda.
Hún var í landsliði Íslands á Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem var haldið í Japan dagana 18. – 24. október. Hún var efst íslenskra kvenna á einstökum áhöldum, en hún skoraði 12.000 stig á gólfi og fékk hrós frá yfirdómara á gólfi fyrir „perfect artistry“. Hún varð í 39. sæti af alls 82 keppendum.
Við fórum þá leið í ár að framleiða myndbönd um verðlaunahafa í stað þess að hafa athöfn. Sérstakar þakkir fá Fjalar Sigurðarson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jói B (Audioland.is) fyrir óeigingjarnt framlag til myndbandagerðarinnar.
Skráning í stubbafimi vorönn 2022 hefst 1. desember
Skráning í stubbafimi vorönn 2022 hefst 1. desember inn á vefverslun sportabler https://www.sportabler.com/shop/grotta/
Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendunum.
Áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum.
Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.
Kennt er á laugardagsmorgnum:
Iðkendur fæddir 2019 eru kl. 08:50 – 09:40.
Iðkendur fæddir 2018 eru kl. 09:50 – 10:40.
Iðkendur fæddir 2017 eru kl. 10:50 – 11:40.
Fyrsti stubbatími vorannar verður laugardaginn 8. janúar og sá síðasti 30. apríl.
Fyrirkomulagið er á þann hátt að börn fædd 2019 eru með foreldri á æfingu en iðkendur fæddir 2018 og 2017 æfa án foreldra í tímunum.
Freyja íslandsmeistari í unglingaflokki
Á Íslandsmótinu i áhaldafimleikum sem fram fór um helgina gerði Freyja Hannesdóttir okkar sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í unglingaflokki.
Continue readingNanna íslandsmeistari í áhaldafimleikum
Um helgina fór fram Íslandsmót í áhaldafimleikum kvenna. Nanna Guðmundsdóttir varð Íslandsmeistari í áhaldafimleikum í kvennaflokki.
Continue readingViðburðadagatal
Dagatal fyrir grunnhópa í fimleikum hefur verið birt.
Continue readingNæsta stökk og styrkur námskeið hefst 22. júní
Frábær þátttaka var á fimleikanámskeiðinu „Stökk og styrkur“ sem er fyrir 9 til 14 ára stráka (f. 2006 – 2011). Næsta námskeið hefst á mánudaginn 22. júní og skráning er opin. Á námskeiðinu er einblítt á stór trampólín og annarskonar fimleika kúnstir.
Continue readingForskráning fyrir veturinn 2020-21 hafin í fimleikadeild Gróttu
Í dag 5. júní hefst forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2020-2021. Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig.
Continue reading