Gróttustelpurnar Rebekka Sif Brynjarsdóttir og Sara Björk Arnarsdóttir hafa verið valdar á úrtaksæfingar U15 ára landsliðsins. Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið 30 stelpna hóp fyrir úrtaksæfingar dagana 11.-13. janúar. Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ.
Vel gert stelpur og gangi ykkur vel!

