ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ GRÓTTA
VAR STOFNAÐ ÁRIÐ 1967 AF GARÐARI GUÐMUNDSSYNI
Á vegum Gróttu eru starfræktar þrjár deildir; fimleikadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild.
Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 13:00 – 16:00.
Aðalsími Gróttu er 561-1133 og tölvupóstfang Gróttu er grotta@grotta.is
Kennitala Gróttu er 700371-0779.
STARFSMENN
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar
Jóhanna
Reynir
Hrafnhildur
Hlynur
Elvar
NÝJUSTU FRÉTTIR FRÁ SKRIFSTOFU GRÓTTU
Eldri borgara ganga Gróttu fer aftur af stað
Íþróttafélagið Grótta í samstarfi við Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi býður öllum eldri borgurum upp
Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
Þar sem aðalfundir Íþróttafélagsins Gróttu hafa þegar verið haldnir, verða ársreikningar lagðir fram til samþykktar
SAGA GRÓTTU
Garðar Guðmundsson áhugamaður um knattspyrnu kallaði saman nokkra drengi á Seltjarnarnesi árið 1966 og hóf skipulagðar æfingar um sumarið og upp úr því var stofnað Íþróttafélagið Grótta. Formleg stofnun var 24.apríl árið 1967 í samkomusal Mýrarhúsaskóla. Í fyrstu var félagið ekki deildaskipt enda eingöngu stunduð knattspyrna. Síðar var stofnuð handknattleiksdeild og fimleikadeild.
Í gegnum tíðina hafa ýmsar greinar verið stundaðar innan félagsins svo sem körfuknattleikur, skák og skíði. Í dag starfar Grótta í þremur deildum, fimleika-, handknattleiks- og knattspyrnudeild. Gróttu nafnið hefur beina og ótvíræða tilvitnun til Seltjarnarness. Það kemur til vegna vestasta hluta Seltjarnarnessins sem heitir Grótta. Þar er viti og er félagið nefnt eftir þeim vita. Í fyrstu stjórn Gróttu voru þeir Garðar Ólafsson, Magnús Georgsson, Garðar Guðmundsson og Stefán Ágústsson.
Sögu Íþróttafélagsins Gróttu, frá 1967-2006 má finna HÉR. Farið er yfir sögu hverrar deildar fyrir sig, frá stofnun deildarinnar til ársins 2006. Grótta þakkar Hermanni Þór Þráinssyni kærlega fyrir að hafa skrifað þessa sögu en hún var hluti af áfanga sem hann sótti í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Formenn frá upphafi
- Garðar Ólafsson 1967-1968
- Stefán Ágústsson 1968-1973
- Benóný Pétursson 1973
- Grétar Vilmunarson 1973-1974
- Benedikt Jónsson 1974-1976
- Adolf Tómasson 1976-1979
- Sigurgeir Sigurðsson 1979-1981
- Gunnar Lúðvíksson 1981-1991
- Ásgerður Halldórsdóttir 1991-1993
- Bjarni Torfi Álfþórsson 1993-1995
- Elías Leifsson 1995-1996
- Einar Jóhannsson 1996-1997
- Daníel R. Ingólfsson 1997-2002
- Bjarni Torfi Álfþórsson 2002-2007
- Gunnar Gíslason 2007-2011
- Haraldur Eyvinds 2011-2015
- Elín Smáradóttir 2015-2018
- Bragi Björnsson 2018-2022
- Þröstur Guðmundsson 2022 – 2024
- Karitas Kjartansdóttir 2024 –