Nánari upplýsingar um þjálfarastörfin veitir Hansína Þóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikadeildar Gróttu
Continue readingSkráning í stubbafimi vorönn 2024 hefst 1. desember nk
Skráning í stubbafimi vorönn 2024 hefst 1. desember inn á vefverslun Sportabler sportabler.com/shop/grotta (skráning opnast á hádegi).
Continue readingLokað verður á skrifstofu Gróttu 23.-24. nóvember
Skrifstofa Gróttu mun því miður vera lokuð fimmtudaginn 23. nóvember sem og föstudaginn 24. nóvember.
Hægt er að senda inn erindi á grotta@grotta.is á meðan þessum tíma stendur og öllum þeim erindum verður svarað eftir helgi.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem að þetta kann að valda.
Fyrir hönd skrifstofu Gróttu
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
Grótta leitar að framkvæmdastjóra

Íþróttafélagið Grótta auglýsir til umsóknar starf framkvæmdastjóra félagsins. Leitað er eftir einstaklingi sem er kraftmikill leiðtogi sem fer fyrir hópi öflugra starfsmanna og vinnur að uppbyggingu Gróttu í takti við framtíðarsýn félagsins. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og eru mikil tækifæri fyrir nýjan aðila að hafa mótandi áhrif á félagið.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri Gróttu sem og fjármálum og rekstri mannvirkja um heyra undir Aðalstjórn félagsins. Innan Gróttu starfa þrjár deildir; Fimleikadeild, Handknattleiksdeild og Knattspyrnudeild, með um 1000 iðkendur og tugi þjálfara.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2023. Við hvetjum öll kyn til að sækja um. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast og því hvetjum við umsækjendur til að sækja um sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Ábyrgð á allri starfsemi félagsins, mannauðsmálum, rekstri deilda og fjármálum
· Stefnumótun og eftirfylgni hennar, markmiðasetning og ferla- og umbótarvinna
· Rekstraráætlanagerð og tekjuöflun í samstarfi við stjórnir, auk markaðssetning félagins
· Ábyrgð á innri og ytri upplýsingagjöf í samræmi við stefnu Gróttu og í samvinnu við deildir
· Umsjón með markaðssetningu Gróttu og stærri viðburðum félagsins
· Ber ábyrgð á starfsmannahaldi félagsins og skipuleggur verkefni og verksvið
· Stuðlar að því að efla félagsandann og vinnur að uppbyggingu félagsins
· Ber ábyrgð á samningum félagsins og vinnur með deildum í samningagerð þeirra
· Sér til þess að rekstur félagsins, mannvirkja og skrifstofu sé hagkvæmur og árangursríkur
· Stuðningur við stjórnir deilda og sjálfboðaliða félagsins
· Rekstur og viðhald mannvirkja og aðstaða félagsins
· Leiðir samskipti við sérsambönd og opinbera aðila
· Umsjón aðalstjórnarfunda ásamt eftirfylgni með ákvörðunum funda
· Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
· Mikil hæfni í samskiptum og sterk leiðtoga- og skipulagshæfni
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi
· Hefur góða innsýn í og reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum
· Frumkvæði, áræðni og jákvætt viðhorf
· Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
· Reynsla og þekking á íþróttastarfsemi og rekstri innan íþróttahreyfingarinnar er kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2023.
Sótt er um starfið á umsóknarvef Alfreðs: Íþróttafélagið Grótta (alfred.is)
Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á grotta@grotta.is
Grótta býður öllum iðkendum Grindavíkur að æfa hjá félaginu
Íþróttafélagið Grótta vill bjóða öllum iðkendum Grindavíkur að æfa endurgjaldslaust hjá félaginu.
Deildir innan Gróttu vilja með þessu sýna Grindvíkingum stuðning í verki og að hugur okkar sé hjá þeim á þessum erfiðu tímum.
Continue readingÞorrablót Seltjarnarness 2024
Þann 27. janúar mun Þorrablót Seltjarnarness verða haldið með pompi og prakt!
Endilega takið daginn frá og merkið hann með stórri stjörnu í dagatalið.
Miðasala fer í gang á tix.is föstudaginn 1.desember kl 12:00:
https://tix.is/is/event/16609/

kær kveðja
Þorrablótsnefnd
https://www.facebook.com/events/1065583657971287?ref=newsfeed
Kvennaverkfall 24. október
Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann daginn.
Vegna þessa er ljóst að það mun verða röskun á þjónustu í íþróttahúsi Gróttu sem og gervigrasvelli þann daginn.
Æfingatafla fimleikadeildar Gróttu 2023-24
Æfingar fimleikadeildar hefjast mánudaginn 4.september. Tímatafla fimleikadeildar er tilbúin og birtist hún hér í fréttinni og síðu fimleikadeildarinnar.
Continue readingMiðasala á Verbúðarballið hafin
Ekki missa af stærsta balli ársins – Verbúðarballinu 2023 – 9. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.
Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA gera allt vitlaust.
Dagskrá:
21:00 Húsið opnar
Tilboð á barnum og vel valinn plötusnúður hitar upp.
23:00-1:00 Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA
Miðasala fer fram Tix.is tix.is/is/event/15690/verbu-arball-2023
Verð: 6.990.- kr frá og með 1. Júlí.
ATH 20 ára aldurstakmark er á ballið
FORSKRÁNING Í FIMLEIKADEILD GRÓTTU 2023-24
Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2023-24. Athugið að ekki er forskráning í stubbafimi en skráningin í stubbafimi opnar 1. júlí.
Greitt er 10.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.
Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig. Eftir að forskráningu lýkur verður hægt að skrá á biðlista.
Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/grotta