Þjálfarar óskast í Gróttu

Fimleikadeild og handknattleiksdeild Gróttu leita eftir þjálfurum fyrir vorönn sem að nú fer að hefjast.

Hægt er að sækja um á alfred.is fyrir fimleikadeildina, sjá hér-https://alfred.is/starf/fimleikathjalfarar-oskast-i-grottu, eða senda póst á hansina@grotta.is. Varðandi þjálfun í handknattleiksdeildinni er hægt að senda á magnuskarl@grotta.is, yfirþjálfara, upp á ítarlegri upplýsingar eða til að senda inn umsókn.

Við viljum hvetja alla þá aðila sem að hafa áhuga á því að þjálfa fyrir hönd Gróttu að sækja um störfin sem fyrst.

Áfram Grótta

Jólakveðja Gróttu

Íþróttafélag Gróttu óskar öllu Gróttufólk nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þökkum kærlega samfylgdina á líðandi ári og hlökkum mikið til komandi Gróttustunda árið 2024.

Jólatilboð á Gróttu handklæðum

Gróttu handklæði í jólapakkann

Grótta hefur ákveðið að selja hin geysivinsælu og fallegu Gróttu handklæði á sannkölluðu jólatilboði.

Handklæðin kosta núna 3500 kr og eru til sölu hérna í húsinu til klukkan 15.00- en eftir þann tíma að þá er velkomið að hringja í Hörpu, stjórnarmann knattspyrnudeildarinnar, í síma 8960118 til að nálgast handlæðin.

Frábær gjöf í jólapakkann þetta árið- Áfram Grótta.

Æfingar um jól og opnunartími Íþróttamannvirkja

Opnunartími og æfingar um hátíðarnar

Knattspyrnu- og handknattleiksdeild Gróttu fara í jólafrí frá og með deginum í dag, þann 20. desember og munu æfingar hefjast aftur þann 4.janúar á nýju ári. Þjálfarar eiga nú þegar að hafa fellt niður allar æfingar í Sportabler hjá yngri flokkum félagsins.

Fimleikadeild Gróttu mun æfa eins og venjulega fyrir utan það að vera í frí þessa hefðbundnu rauðu daga um hátíðarnar.

Vallarhúsið mun vera lokað á þeim tíma sem knattspyrnudeildin er í jólafríi en Íþróttahúsið verður lokað 23. desember og opnar aftur miðvikudaginn 27.desember. Húsið verður síðan lokað 30. desember til og með 1. janúar.

Jólakveðja

Íþróttafélagið Grótta

Fimleikafjör í jólafríinu

Fimleikadeild Gróttu ætla að bjóða upp á Fimleikafjör í jólafríinu 21. desember, 22. desember, 27.desember,28.desember og 29.desember. Fimleikafjörið er fyrir krakka á aldrinum 6 – 10 ára (2017-2013).

Continue reading