Skip to content

Önnur vika handboltaskólans að klárast og laus pláss í viku þrjú

Önnur vika handboltaskóla Gróttu kláraðist í dag með skemmtilegri HM keppni milli liða. Allir þjáfarar handboltaskólans fengu úthlutað landsliði og hófst skemmtileg keppni á milli liða. 🤾💪🤾‍♂️

Í dag spiluðu lið Nígeríu úrslitaleik á móti liði Brasilíu og var mikil stemming. Spilað var á stórum velli með öflugum þuli og skemmtilegri tónlist.

Ari Pétur Eiríksson þjálfari Brasilíu
Patrekur Pétursson þjálfari sigurliðs Nígeríu

Handboltaskólinn var vel sóttur og var mikil stemming á námskeiðinu. Líkt og á námskeiði eitt var öflugt þjálfarateymi sem sá um námskeiðið.

VIKA 3 í handbolta- og afreksskólann hefst á mánudaginn kemur 17. ágúst og stendur til 21. ágúst. Hægt er að skrá börn á viku þrjú í gegnum Nóra kerfið https://grotta.felog.is

  • Handboltaskólinn er fyrir börn fædd 2009-2014 🤾‍♂️
  • Afreksskólinn er fyrir börn fædd 2005-2008 🤾‍♀️

Nánari upplýsingar um skólana er að finna á grotta.is/handknattleiksdeild/handboltanamskeid-grottu-2020

Upplýsingar fást einnig á skrifstofu Gróttu í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is, jonap@seltjarnarnes.is eða laufeyg@seltjarnarnes.is

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print