Skip to content

Narayama semur við Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við Japanann Shuhei Narayama um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Narayama er 27 ára gamall og kemur frá félaginu Wakunaga Leolic í Japan. Hann er 196 cm á hæð og er markvörður.

Grótta hefur verið með Japana í sínum herbúðum undanfarin þrjú tímabilin. Félagið var með örvhenta hornamanninn Saturo Goto á láni 2020-2021 og seinustu tvö tímabilin var Akimasa Abe í félaginu. Þeir báðir komu einmitt frá sama félagi, Wakunaga Leolic. Það er ánægjulegt að gott samstarf Gróttu og Wakunaga haldi áfram.

„Við bindum vonir við að Narayama muni styrkja leikmannahópinn okkar í vetur og smellipassi inn í æfingakúltúrinn okkar. Forvarar hans frá Japan höfðu góð áhrif á Gróttuliðið og við vonum að sama verði uppi á teningnum með Narayama“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu þegar markvörðurinn hávaxni kom á sína fyrstu æfingu í gær.

Það er gaman að segja frá því að Narayama á einmitt 27 ára afmæli í dag. Til hamingju með afmælið og velkominn í Gróttu, Shuhei Narayma !

Á myndinni má sjá Davíð Örn Hlöðversson aðstoðarþjálfari Gróttuliðsins ásamt Shuhei Narayama.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar