Lúðvík áfram í Gróttu

Lúðvík Thorberg Arnkelsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Hann er fæddur árið 1997 og kom til félagsins fyrir þremur árum síðan. Hann getur bæði leikið sem skytta og leikstjórnandi. Lúðvík glímdi við meiðsli í fyrra og gat ekki beitt sér af fullum krafti allt leiktímabilið. Þrátt fyrir það skoraði hann 51 mark fyrir Gróttu.

Það eru mikil gleðitíðindi að Lúðvík verði áfram í Gróttu enda virkilega öflugur leikmaður. Hann hefur gott auga fyrir spili og hefur stýrt leik Gróttuliðsins afskaplega vel á undanförnum árum. „Lúðvík er mjög góður handboltaleikmaður sem við lögðum kapp á að tryggja áfram í Gróttu. Það er von okkar að hann muni stíga enn frekar upp í vetur enda hefur hann alla burði í það. Við erum himinlifandi“, sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Narayama semur við Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við Japanann Shuhei Narayama um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Narayama er 27 ára gamall og kemur frá félaginu Wakunaga Leolic í Japan. Hann er 196 cm á hæð og er markvörður.

Grótta hefur verið með Japana í sínum herbúðum undanfarin þrjú tímabilin. Félagið var með örvhenta hornamanninn Saturo Goto á láni 2020-2021 og seinustu tvö tímabilin var Akimasa Abe í félaginu. Þeir báðir komu einmitt frá sama félagi, Wakunaga Leolic. Það er ánægjulegt að gott samstarf Gróttu og Wakunaga haldi áfram.

„Við bindum vonir við að Narayama muni styrkja leikmannahópinn okkar í vetur og smellipassi inn í æfingakúltúrinn okkar. Forvarar hans frá Japan höfðu góð áhrif á Gróttuliðið og við vonum að sama verði uppi á teningnum með Narayama“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu þegar markvörðurinn hávaxni kom á sína fyrstu æfingu í gær.

Það er gaman að segja frá því að Narayama á einmitt 27 ára afmæli í dag. Til hamingju með afmælið og velkominn í Gróttu, Shuhei Narayma !

Á myndinni má sjá Davíð Örn Hlöðversson aðstoðarþjálfari Gróttuliðsins ásamt Shuhei Narayama.