Grótta bikarmeistari

3.flokkur karla varð í dag bikarmeistari þegar þeir mættu Val í úrslitaleik Powerade-bikarkeppni HSÍ.

Grótta var betri aðilinn allan leikinn og vann 33-28 eftir að staðan hafði verið 18-14 í hálfleik. Glæsilegur sigur hjá strákunum sem uppskáru eins og þeir sáðu.

Maður leiksins var valinn Gísli Örn Alfreðsson úr Gróttu.

Myndirnar tók Eyjólfur Garðarsson og má sjá myndaalbúm úr leiknum hér: https://photos.app.goo.gl/YgAgiXTE9a2yukEz9

Grótta í Final 4

Á fimmtudaginn leika stelpurnar okkar svo sannarlega mikilvægan leik í Final 4. Stelpurnar hafa komist alla leið í undanúrslit í bikarnum eftir frábæra sigra gegn FH og Víking. Það er skyldumæting fyrir allt Gróttufólk að mæta á Ásvelli og hvetja okkar stelpur áfram. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn klukkan 20:15 og verður spilaður á Ásvöllum.

Áfram Grótta !

Handboltaskóli Gróttu/KR

Vetrarleyfi grunnskólanna er á næsta leiti. Eins og undanfarin ár verður Handboltaskóli Gróttu/KR starfræktur þá daga. Skólinn verður í Hertz-höllinni milli kl. 09:00-12:00 og fer skráningin fram í Abler.

Skipt verður í hópa eftir aldri. Námskeiðið er jafnt fyrir þá sem æfa og hafa ekki æft áður. Stelpur eru sérstaklega hvattar til að skrá sig á námskeiðið.

Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar deildarinnar og leikmenn meistaraflokks. Hvor dagur kostar eingöngu 3000 kr.

Beinn hlekkur á skráninguna er hérna: https://www.abler.io/…/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzgwNTU=

Fjör á 9.flokks æfingum

Tæplega 15 krakkar mæta að staðaldri á æfingar 9.flokks á laugardögum í Íþróttahúsi Gróttu. Um er að ræða krakka fædd 2019 og 2020. Eva Björk Hlöðversdóttir og aðstoðarfólk hafa veg og vanda að skipulagningu og æfingum krakkanna en Eva Björk er margreynd í þjálfun hjá félaginu.

Innihald æfinganna eru leikir með og án bolta auk fjölbreyttra handboltaæfinga sem reyna á samhæfingu, jafnvægi, styrk og hittni. Segja má að mikil einbeiting og mikið stuð sé hjá þessum flotta hópi á laugardögum. Æfingarnar hefjast kl. 09:15.

Skráning í flokkinn fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Frekar upplýsingar um handboltastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu Gróttu eða hjá Andra Sigfússyni yfirþjálfara, [email protected]

Góð stemning á Kynningarkvöldi

Mikill fjöldi og góð stemning var á Kynningarkvöldi Gróttu sem fram fór í kvöld í Hátíðarsal Gróttu. Þar hlýddu gestir á þjálfara meistaraflokkanna, þá Róbert Gunnarsson og Sigurjón Friðbjörn Björnsson fara yfir leikmannahópana, hvernig undirbúningurinn hefur verið og markmið fyrir veturinn.

Ólafur Finnbogason formaður Handknattleiksdeildar Gróttu ræddu hin ýmsu mál og kynnti breytt úrval árskorta sem eru komin í sölu á Stubbur appinu. Nýr og glæsilegur keppnisbúningur var frumsýndur og var Einar Örn Jónsson fjölmiðlamaður með létta tölu um Gróttu.

Kvöldið heppnaðist frábærlega og var góð stemning á meðal stuðningsfólks. Fyrstu eikir meistaraflokkanna okkar eru á laugardaginn þegar fyrsta Gróttutvenna tímabilsins fer fram.

Grótta – ÍBV kl. 14:00 / Mfl. kvenna

Grótta – KA kl. 16:15 / Mfl. karla

Fjölmennum og styðjum Gróttu til sigurs !

Æfingar að hefjast

Æfingar allra flokka hefjast fimmtudaginn 22.ágúst samkvæmt æfingatöflu vetrarins. Við bjóðum öllum krökkum og unglingum velkomna á æfingar. Það kostar ekkert að prófa. Þjálfarar deildarinnar taka vel á móti krökkunum.

Allar æfingarnar eru komnar í Sportabler.

Upplýsingar um þjálfara má finna á heimasíðu Gróttu, https://grotta.is/handknattleiksdeild/thjalfarar/

Skráning í handboltastarfið er í fullum gangi en beinn hlekkur er hér: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti

Ef það eru einhverjar spurningar um starfið, þá hafið endilega samband við Andra Sigfússon yfirþjálfara á [email protected]

Sjáumst í handbolta í vetur !

Handboltaæfingar 9.flokks

Handknattleiksdeild Gróttu er með æfingar fyrir krakka á leikskólaaldri fædda 2019 og 2020. Æfingarnar eru á laugardögum kl. 09:15-10:00 og fara fram í litla salnum í íþróttahúsinu. Þjálfari er Eva Björk Hlöðversdóttir.

Á æfingunum gefst krökkum á leikskólaaldri að kynnast handbolta með reglubundnum æfingum einu sinni í viku. Lögð verður áhersla á skemmtilega leiki með og án bolta og grunnatriði handbolta kennd með fjölbreyttri hreyfingu. Fyrsta æfing verður 7.september. Við hvetjum alla til prófa. Frítt verður að prófa fyrstu æfingar.

Skráning fer fram í Sportabler, https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti og er verðið fyrir haustönnina 25.900 kr. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á netfangið [email protected].