Skip to content

Lúðvík áfram í Gróttu

Lúðvík Thorberg Arnkelsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Hann er fæddur árið 1997 og kom til félagsins fyrir þremur árum síðan. Hann getur bæði leikið sem skytta og leikstjórnandi. Lúðvík glímdi við meiðsli í fyrra og gat ekki beitt sér af fullum krafti allt leiktímabilið. Þrátt fyrir það skoraði hann 51 mark fyrir Gróttu.

Það eru mikil gleðitíðindi að Lúðvík verði áfram í Gróttu enda virkilega öflugur leikmaður. Hann hefur gott auga fyrir spili og hefur stýrt leik Gróttuliðsins afskaplega vel á undanförnum árum. „Lúðvík er mjög góður handboltaleikmaður sem við lögðum kapp á að tryggja áfram í Gróttu. Það er von okkar að hann muni stíga enn frekar upp í vetur enda hefur hann alla burði í það. Við erum himinlifandi“, sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print