Sumarið var viðburðaríkt hjá Katrínu Önnu Ásmundsdóttur. Í júní fór hún ásamt U19 ára landsliðinu til Færeyja og lék tvo vináttulandsleiki við heimakonur. Fyrri leiknum lauk með sigri 29-26 en síðari leiknum lauk með tapi 25-31. Leikirnir voru mikilvægir í undirbúningi liðsins fyrir EM í Rúmeníu í júlí.
U19 ára landsliðið var í erfiðum riðli á EM. Liðið beið lægri hlut gegn Rúmeníu, Þýskalandi og Portúgal í riðlakeppninni en var grátlega nálægt sigri í leiknum gegn Þjóðverjum. Í keppninni um 13. – 24.sætið byrjaði liðið á ósigri gegn Hollandi en vann síðan alla leikina sem komu í kjölfarið; gegn Króatíu, Norður Makedóníu og Serbíu og 13.sætið staðreynd. Katrín Anna átti frábært mót og skoraði 32 mörk. Hún var einnig valin maður leiksins í leiknum gegn Króatíu.
Með þessum úrslitum tryggði íslenska liðið sér keppnisrétt á HM á næsta ári en mótið fer fram í Norður Makedóníu.
Til hamingju Katrín Anna og til hamingju U19 kvenna og þjálfarar !
Myndir: EHF og HSÍ