Skip to content

Handboltaskóli Gróttu í ágúst

Líkt og undanfarin ár verður handboltaskóli Gróttu á sínum stað. Skólinn er haldinn dagana 2. – 19.ágúst en hægt er að skrá sig á einstakar vikur. Skólinn er kl. 09:00-12:00 en boðið er upp á ókeypis gæslu frá kl. 08:00 og til kl. 13:00.

Handboltaskólinn er fyrir krakka f. 2016 – 2011 og verður vel tekið á móti öllum byrjendum. Þátttakendum verður skipt upp eftir aldri.

Undanfarin ár hefur Handboltaskólinn verið vel sóttir enda markar hann upphaf handboltatímabilsins. Skólastjóri skólans er Maksim Akbachev yfirþjálfari en auk hans mun Andri Sigfússon, Birgir Steinn Jónsson, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir, Edda Steingrímsdóttir, Patrekur Pétursson Sanko koma að þjálfuninni auk annarra góðra þjálfara hjá deildinni.

Verð:

Vika 1 (2. – 5.ágúst) – 5500 kr
Vika 2 (8. – 12.ágúst) – 7000 kr
Vika 3 (15 – 19.ágúst) – 7000 kr

Allar vikurnar (2. – 19.ágúst) – 18.000 kr

Skráning í Handboltaskóla Gróttu fer fram hérna:

www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar